Jói Pé og Króli snúa aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 16:28 Frægasta tvíeyki landsins er mætt aftur. Stutt í nýja plötu og tónleikar í næstu viku, aðdáendum öllum eflaust til mikillar gleði. Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, tilkynnir þetta í einlægri færslu á Facebook. Strákarnir héldu sína síðustu tónleika saman, svo athygli vakti, í ágúst árið 2022. Þá höfðu þeir verið saman í hljómsveit í rúm sex ár. „Við Jói erum búnir að vera gera tónlist saman síðasta árið og það fyrsta sem þið fáið að heyra er þetta. Það eru eintóm forréttindi að skapa og vinna með besta vini sínum. Takk fyrir að nenna að hlusta og takk fyrir að nenna mæta á tónleika siðastliðin sjö ár,“ segir Króli í færslunni. Hann segir strákana ekki geta beðið eftir því að alþjóð fái að heyra lögin. Þeir hafi skellt sér saman til Danmerkur í desember og skellt þar í nokkur lög með danska tónlistarmanninum Ussel. Platan ber nafnið scandipain. „Við munum síðan flytja þessi lög og fullt, fullt af öðrum lögum í Gamla Bíó 22. mars og Sjallanum 23. mars. Endilega hlustið, deilið og njótið oooooooog kíkið á tónleika.“ Tónlist Tengdar fréttir „Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 30. nóvember 2023 21:01 Kvíði er vani fyrir mér Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel. 22. júní 2023 19:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, tilkynnir þetta í einlægri færslu á Facebook. Strákarnir héldu sína síðustu tónleika saman, svo athygli vakti, í ágúst árið 2022. Þá höfðu þeir verið saman í hljómsveit í rúm sex ár. „Við Jói erum búnir að vera gera tónlist saman síðasta árið og það fyrsta sem þið fáið að heyra er þetta. Það eru eintóm forréttindi að skapa og vinna með besta vini sínum. Takk fyrir að nenna að hlusta og takk fyrir að nenna mæta á tónleika siðastliðin sjö ár,“ segir Króli í færslunni. Hann segir strákana ekki geta beðið eftir því að alþjóð fái að heyra lögin. Þeir hafi skellt sér saman til Danmerkur í desember og skellt þar í nokkur lög með danska tónlistarmanninum Ussel. Platan ber nafnið scandipain. „Við munum síðan flytja þessi lög og fullt, fullt af öðrum lögum í Gamla Bíó 22. mars og Sjallanum 23. mars. Endilega hlustið, deilið og njótið oooooooog kíkið á tónleika.“
Tónlist Tengdar fréttir „Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 30. nóvember 2023 21:01 Kvíði er vani fyrir mér Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel. 22. júní 2023 19:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 30. nóvember 2023 21:01
Kvíði er vani fyrir mér Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel. 22. júní 2023 19:00