Átta lið komin í útsláttarkeppni Stórmeistaramótsins Snorri Már Vagnsson skrifar 12. mars 2024 22:49 Wnkr og PolishWonder tryggðu sig áfram með sínum liðum, Breiðabliki og Ármanni. Lið Vallea er sömuleiðis búið að tryggja sig áfram. Þrjár viðureignir fóru fram í riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike í kvöld. Liðin sem báru sigur af hólmi tryggðu sér keppnisrétt í útsláttarkeppni mótsins, en hún hefst á fimmtudaginn næstkomandi og klárast svo helgina 22. og 23. mars, þegar úrslitin verða spiluð á Arena Gaming í Kópavogi. Breiðablik áttu leik gegn ÍBV þar sem Blikar höfðu öruggan sigur. Liðin kepptu á Mirage og Overpass þar sem Breiðablik hafði sigur úr báðum leikjum, 2-0. Ármann sópaði HiTech sömuleiðis 2-0. Fyrri leikurinn fór í framlengingu á Vertigo þar sem Ármann sigraði 16-13 en yfirburðirnir hjá þeim bláu var meiri í seinni leiknum á Anubis sem þeir sigruðu 13-2. Leikur Young Prodigies og Vallea var þó ögn jafnari, en Young Prodigies rústuðu fyrsta leiknum, 13-1. Vallea beit fast til baka og sigraði leikina tvo sem eftir fylgdu örugglega og tóku sigur úr viðureigninni, lokatölur 1-2. Vallea, Breiðablik og Ármann tryggðu sig því áfram í útsláttarkeppni mótsins. Þar bíða þeirra lið Þórs, NOCCO Dusty, FH, Sögu og Aurora. Uppsetningu útsláttarkeppninnar og komandi leiki má nálgast á síðu Frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti
Breiðablik áttu leik gegn ÍBV þar sem Blikar höfðu öruggan sigur. Liðin kepptu á Mirage og Overpass þar sem Breiðablik hafði sigur úr báðum leikjum, 2-0. Ármann sópaði HiTech sömuleiðis 2-0. Fyrri leikurinn fór í framlengingu á Vertigo þar sem Ármann sigraði 16-13 en yfirburðirnir hjá þeim bláu var meiri í seinni leiknum á Anubis sem þeir sigruðu 13-2. Leikur Young Prodigies og Vallea var þó ögn jafnari, en Young Prodigies rústuðu fyrsta leiknum, 13-1. Vallea beit fast til baka og sigraði leikina tvo sem eftir fylgdu örugglega og tóku sigur úr viðureigninni, lokatölur 1-2. Vallea, Breiðablik og Ármann tryggðu sig því áfram í útsláttarkeppni mótsins. Þar bíða þeirra lið Þórs, NOCCO Dusty, FH, Sögu og Aurora. Uppsetningu útsláttarkeppninnar og komandi leiki má nálgast á síðu Frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti