„Verður algjör bylting“ Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 09:56 Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri nýs fjölnota knatthúss sem rís nú á svæði Hauka á Ásvöllum Vísir/Arnar Það styttist í að iðkendur Hauka geti æft knattspyrnu við aðstæður eins og þær gerast bestar, sér í lagi yfir háveturinn hér á landi. Nýtt fjölnota knatthús rís nú hratt á Ásvöllum. Algjör bylting fyrir alla Hafnfirðinga segir byggingarstjóri verkefnisins. „Þetta er hús í fullri stærð með löglegan völl fyrir leiki í efstu deild knattsalurinn 120 x 84 metrar. Salarhæð í miðju tuttugu metrar og á hliðarlínu tíu metrar. Hafnarfjarðarbær gerði hérna samning, að undangengnu tilboði, við íslenska aðalverktaka í nóvember árið 2022. Framkvæmdir hafa gengið býsna vel,“ segir Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri fjölnota knatthússins á Ásvöllum „Verkáætlun verktakans hefur gengið eftir. Samningur gerir ráð fyrir því að þeir skili af sér verkinu þann 30. nóvember seinna á þessu ári. Það er ekkert í spilunum sem að gefur tilefni til þess að ætla að það breytist. Þá á eftir að koma fyrir áhorfendabekkjum inn í knatthúsinu, það er sérverkefni sem á eftir að bjóða út og er gert fyrir að bekkirnir muni geta tekið allt að átta hundruð manns í sæti. Síðan á eftir að fullklára þjónustubygginguna. sem er áföst við knatthúsið. „Þetta verður algjör bylting. Það er ekki nokkur spurning. Og ekki bara fyrir Hauka, heldur alla Hafnfirðinga. Að fá svona veglegt íþróttamannvirki fyrir knattspyrnuna. Það er vægast sagt mikil lyftistöng. Miðað við það sem er í boði á Íslandi hvað svona aðstöðu varðar, þá er þetta með því betra sem gengur og gerist. Framkvæmdir við knatthúsið eru á áætlun Þá er alveg óhætt að segja að Haukar búi einu af flottustu æfingasvæðum landsins fyrir boltaíþróttir. „Eins og knattspyrnuiðkendur félagsins hafa þurft að búa við hérna undanfarin ár. Þá hefur verið æft hér á Ásvöllum við misjafnar aðstæður á veturna. Oftar en ekki hafa menn þurft að byrja á því að moka völlinn. Það er eitthvað sem að knattspyrnufólk þekkir víða um land.“ En nú fer það að heyra sögunni til hjá Haukum og búist við því að æfingar hefjist í nýja fjölnota knatthúsinu strax í byrjun desember undir lok þessar árs. Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Þetta er hús í fullri stærð með löglegan völl fyrir leiki í efstu deild knattsalurinn 120 x 84 metrar. Salarhæð í miðju tuttugu metrar og á hliðarlínu tíu metrar. Hafnarfjarðarbær gerði hérna samning, að undangengnu tilboði, við íslenska aðalverktaka í nóvember árið 2022. Framkvæmdir hafa gengið býsna vel,“ segir Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri fjölnota knatthússins á Ásvöllum „Verkáætlun verktakans hefur gengið eftir. Samningur gerir ráð fyrir því að þeir skili af sér verkinu þann 30. nóvember seinna á þessu ári. Það er ekkert í spilunum sem að gefur tilefni til þess að ætla að það breytist. Þá á eftir að koma fyrir áhorfendabekkjum inn í knatthúsinu, það er sérverkefni sem á eftir að bjóða út og er gert fyrir að bekkirnir muni geta tekið allt að átta hundruð manns í sæti. Síðan á eftir að fullklára þjónustubygginguna. sem er áföst við knatthúsið. „Þetta verður algjör bylting. Það er ekki nokkur spurning. Og ekki bara fyrir Hauka, heldur alla Hafnfirðinga. Að fá svona veglegt íþróttamannvirki fyrir knattspyrnuna. Það er vægast sagt mikil lyftistöng. Miðað við það sem er í boði á Íslandi hvað svona aðstöðu varðar, þá er þetta með því betra sem gengur og gerist. Framkvæmdir við knatthúsið eru á áætlun Þá er alveg óhætt að segja að Haukar búi einu af flottustu æfingasvæðum landsins fyrir boltaíþróttir. „Eins og knattspyrnuiðkendur félagsins hafa þurft að búa við hérna undanfarin ár. Þá hefur verið æft hér á Ásvöllum við misjafnar aðstæður á veturna. Oftar en ekki hafa menn þurft að byrja á því að moka völlinn. Það er eitthvað sem að knattspyrnufólk þekkir víða um land.“ En nú fer það að heyra sögunni til hjá Haukum og búist við því að æfingar hefjist í nýja fjölnota knatthúsinu strax í byrjun desember undir lok þessar árs.
Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira