Handbolti

Kolstad nálgast deildarmeistaratitil eftir öruggan sigur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigvaldi Björn og félagar í Kolstad vonast til að verja titilinn í úrslitakeppninni. Þeir eru hársbreidd frá því að tryggja sér heimavallarrétt.
Sigvaldi Björn og félagar í Kolstad vonast til að verja titilinn í úrslitakeppninni. Þeir eru hársbreidd frá því að tryggja sér heimavallarrétt. Kolstad

Kolstad fór létt með útileik sinn gegn neðsta liði deildarinnar. Lokatölur 28-35 sigur gegn Viking frá Björgvin í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson sneri til baka úr landsliðsverkefni en spilaði lítið og skoraði ekkert en gaf eina stoðsendingu.

Kolstad er nú aðeins einum sigri frá deildarmeistaratitlinum þegar fjórar umferðir eru eftir. Þeir eiga eftir að spila gegn Elverum sem er í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Kolstad. Þó Elverum vinni þann leik og hina tvo sem þeir eiga eftir dugir það ekki til. 

Ef Kolstad tekst að sigra Nærbö, Haslum eða BSK munu þeir enda í efsta sæti deildarinnar og tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina. 

Að því öllu sögðu er öll úrslitakeppnin að sjálfsögðu eftir en þar verður Noregsmeistarinn krýndur. Titill sem Kolstad öðlaðist í fyrra og ætlar sér að verja. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×