„Eins og Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2024 21:30 Þráinn Orri Jónsson gat leyft sér að grínast í leikslok þrátt fyrir að hafa fengið að líta beint rautt spjald. Vísir/Vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, var eðlilega léttur í bragði í viðtali eftir tveggja marka sigur liðsins gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum. Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
„Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum.
Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05