„Kannski var ég ekki að pæla í algebru því mamma mín var að deyja“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. mars 2024 07:00 Gunnar Smári Jóhannsson ræddi við blaðamann um missi, sorg, lífið, listina, baráttu við fíkn og fleira. Vísir/Vilhelm „Ég bý við það óöryggi að ég held að enginn skilji mig,“ segir leikarinn Gunnar Smári Jóhannsson. Gunnar Smári er 31 árs gamall og hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hans. Sem barn missti hann báða foreldra sína sem og ömmu sína og afa og hefur hann tamið sér að ræða opinskátt um sorgina. Hann stendur fyrir leikritinu Félagsskapur með sjálfum mér sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í næstu viku fimmtudaginn 4. apríl og fjallar um húmorinn í harminum. Blaðamaður ræddi við Gunnar Smára. Gunnar Smári segir frá húmornum í harminum í verkinu Félagsskapur með sjálfum mér. Vísir/Vilhelm Með heimsmet í Snake og forðast snjallsíma Gunnar Smári hefur gengið í gegnum mörg áföllin á sinni lífsleið. Hann er fæddur árið 1992 og alinn upp á Tálknafirði á Vestfjörðum en flutti í bæinn sem unglingur. Leiklistin hefur verið ástríða hjá honum lengi en hann útskrifaðist sem leikari frá LHÍ og vann um stund hjá Þjóðleikhúsinu áður en hann fór að sinna sjálfstæðari verkefnum á borð við þessa leiksýningu, Félagsskapur með sjálfum mér. Það vekur athygli blaðamanns í byrjun viðtals að Gunnar Smári er einn af fáum sem á ekki snjallsíma. „Ég er með gamlan Nokia síma, meðal annars vegna þess að Snake forritið er í boði. Ég er bestur í heimi í einu borði, á heimsmetið. Ég held reyndar að það séu ekki margir að spila þetta þannig að samkeppnin er kannski ekki mikil.“ Aðspurður hvers vegna hann velji að vera með gamlan síma segir Gunnar Smári: „Þetta drepur óþarfa kvíða. Gefur mér líka smá pásu frá sjálfum mér líka, svo maður sé ekki að leita stöðugt að einhverju sem veldur mér kvíða.“ Gunnar Smári forðast snjallsímana og finnur að það dregur úr óþarfa kvíða. Vísir/Vilhelm Missti báða foreldra sína, ömmu, afa og hundinn sinn Félagsskapur með sjálfum mér fjallar í stuttu máli um húmorinn í harminum og er sýningunni lýst sem ljúfsárri og fær efniviðurinn áhorfendur til að hlæja þó undirtónninn sé sársaukafullur. „Í grunninn fjallar þetta um félagskvíða sem ég upplifði eftir andlát foreldra minna í æsku. Þessi félagskvíði kom ekki upp á yfirborðið fyrr en ég var orðinn unglingur og fylgir mér enn í dag. Sýningin sjálf er grínsýning en undirtónninn er alltaf sársauki. Ég trúi því að þú getir ekki hlegið á einlægan hátt nema einhver hafi fengið samúð þína og þú getur heldur ekki grátið nema einhver hafi látið þig hlæja líka. Kómík og drama þarf alltaf að haldast í hendur hjá mér. Þannig verða tilfinningarnar alvöru. Hlátur er gleði innra með þér, maginn herpist og þú verður orðlaus. Fyrir mér þarftu að hafa drama til að ná því fram.“ Söguþráðurinn kemur beint frá lifaðri reynslu Gunnars Smára. „Þetta fjallar um andlega kvilla sem komu upp hjá mér í kjölfar þess að foreldrar mínir, amma, afi og hundurinn minn dóu öll á um fimm árum. Þetta var frekar kaotísk æska. Þetta fjallar líka um hvernig manneskja verður til sem er mótuð af sorg. Það er eitt að verða fullorðinn og lenda í einhverju og svo er það annað þegar að maður er barn. Þegar það er verið að móta mig sem manneskju þá er maður líka að fá símtöl þar sem er verið að segja: Mamma þín er veik. Svo deyr mamma. Amma þín er komin með krabbamein. Svo deyr hún. Þess vegna hata ég síma líka, ég þoli ekki þegar það er verið að hringja í mig. Það mega samt allir hringja í mig auðvitað! En þegar einhver sendir á mig: Geturðu hringt? þá hugsa ég það versta. Eða einhver hringir og byrjar ekki strax að tala þá upplifi ég kvíða. Þegar að ég hringi þá segi ég eiginlega ekki hæ heldur fer ég beint í ástæðu símtalsins.“ Sýningin fjallar um andlega kvilla sem komu upp hjá Gunnari Smára í kjölfar þess að foreldrar hans, amma, afi og hundurinn hans dóu öll á um fimm árumVísir/Vilhelm Skilyrðislausa ástin tekin í burt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar Smári nálgast þessa erfiðu lífsreynslu í listsköpun sinni. Samhliða þessari sýningu heldur hann svo uppi hlaðvarpsþáttum þar sem hann ræðir við fjölbreyttan hóp fólks um sorgina. Aðspurður hvernig sorgin hjá honum þróast samhliða því að fjalla um hana segir Gunnar Smári: „Maður er búinn að heyra allt. Tíminn læknar ekki sár en þá er sagt tíminn læknar ekki sár heldur kennir manni að lifa með þeim. Það er heldur ekki rétt. Maður vaknar hvern einasta morgun, hugsar til foreldra sinna og hugsar um það sem maður fékk aldrei að upplifa. Þessi skilyrðislausa ást var tekin frá manni, sem maður öfundar marga fyrir.“ Hann bætir við að hann sé ekki að segja að allir foreldrar séu frábærir og fólk eigi auðvitað í misjöfnu sambandi við sína nánustu fjölskyldu. „Í flestum tilfellum held ég þó að þeir séu að gera sitt besta. En það sem þetta ferli hefur kennt mér í raun er að lífið er bara svona. Það er engin töfralausn. Maður getur farið til sálfræðings og á Kvíðameðferðastöðina og ég mæli mjög með því. Það hjálpaði mér mikið á sínum tíma, þegar að ég var í menntaskóla og fékk kvíðakast.“ Skildi ekki að sorgin gæti verið líkamleg Gunnar Smári var ekki orðinn tvítugur þegar að kvíðakastið átti sér stað. „Ég hélt bara að ég væri að deyja. Ég ólst ekki upp við þessar skilgreiningar á kvíða. Ég hélt að ég væri að fá heilablóðfall eins og mamma, hún lést úr heilablóðfalli. Hjartað mitt sló brjálæðislega mikið, ég hætti ekki að svitna og fann fyrir hverjum svitadropa eins og sýru leka niður líkama minn. Ég fór upp á sjúkrahús og þá heyri ég fyrst að þetta gæti hafa verið kvíðakast. Ég gat ekki skilið hvernig eitthvað svona andlegt gæti látið mér líða svona, að þetta gæti verið líkamlegt líka. Þú finnur fyrir svo líkamlegum sársauka.“ Hann segist fyrst ekki hafa treyst því sem læknirinn sagði, að þetta hafi verið kvíðakast. Síðar þegar hann hóf sálfræðimeðferð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafi hann skilið þetta betur og ekki fengið annað svona kast. „Ég hef fundið fyrir kvíða sækja að manni en þarna lærði ég inn á ákveðin tól sem nýtast manni við að komast í gegnum svona, því manni líður í alvörunni eins og maður sé að deyja. Það hjálpaði ótrúlega mikið. Svo hef ég farið í alls konar sálfræðitíma. Það sem virkar fyrir mig er að tala um sársaukann, sama hvort það sé við sálfræðinga, vini eða á sviði.“ Gunnar Smári fékk kvíðakast þegar að hann var í menntaskóla og hélt að hann væri að deyja. Vísir/Vilhelm Má ekki gleyma sér í hverfulleika lífsins Hverfulleiki lífsins hefur sannarlega minnt á sig í lífi Gunnars Smára og segir hann að það geti bæði verið gott og eitrað að velta honum fyrir sér. „Ef að þú hugsar alltaf að ekkert skipti máli þá kemurðu illa fram við fólk. Ég hef gert það og það er eitthvað sem er annar sársauki. Maður vanvirðir fjölskyldu sína, kemur illa fram við vini sína og kærustur sem maður hefur átt í gegnum tíðina því maður verður sjálfselskur í þeirri hugsun að ekkert skipti máli. Ég er ekkert stöðugt að velta fyrir mér endalokum heimsins en maður hugsar þetta oft, hvað allt er hverfult. Ég les líka eðlisfræði þar sem maður getur fundið staðfestingar á því að ekkert skipti máli. En auðvitað skiptir lífið máli, það er rosalega dýrmætt. Það er ótrúlega gaman að lifa. Ef ég hefði aldrei lent í þessu þá væri ég örugglega bara Jón Jónsson, gæji sem er alltaf brosandi og glaður. En einhvern veginn er ég blanda af honum og Megasi og þetta er rosalega óþægileg blanda. Því ég elska lífið, mér finnst ótrúlega gaman að hitta fólk, spjalla, heyra frá lífum fólks og þeirra sögu, spegla við þau og sjá að maður er ekki einn eða einmanna.“ Vaknaði blóðugur uppi á spítala og hætti að drekka Sömuleiðis hefur Gunnar Smári komið illa fram við sjálfan sig og átt í erfiðu sambandi við áfengi og fíkniefni. „Jesús minn almáttugur, já. Starfsfólk á einum bar hér í Austurstræti þekkir mig allt með nafni og hefur meira að segja lánað mér fyrir bjór. Maður hefur alveg litið á klukkuna og hún er sjö á sunnudegi og maður er staddur í Árbænum og ég þekki engan í Árbænum. Það er eitthvað sem ég er rosalega veikur fyrir, áfengið. Ég man mjög vel eftir því þegar að ég drakk fyrst áfengi. Ég var svona tiltölulega seinn að byrja miðað við minn árgang, ég var um átján ára en margir á mínum aldri byrjuðu mikið fyrr að drekka. En ég man bara að ég fékk mér nokkra sopa og ég fann strax hvað mér leið vel. Ég hef alltaf verið mikill ofhugsari og get ekki slökkt á því en svo drekkur maður og allt í einu er bara þögn innra með manni. Maður situr vel í sér um tíma, líður vel og hættir að pæla. Svo byrjar maður að leita í þetta af og til, allt í einu er það orðið daglegt svo áður en maður veit af þá er maður 29 ára fullorðinn karlmaður og hefur ekki farið út úr íbúðinni sinni eða sofið í fjóra daga. Maður dettur á höfuðið, blæðir næstum út, deyr næstum því. Svo vaknar maður eftir rotið á sjúkrarúmi á Landspítalanum, sér fólkið sem er komið að sækja mann eins og maður sé villiköttur kominn lengst út í skóg, þá fyrst fattar maður bara ah já, þetta er ekki að gera neitt. Maður er bara að særa ef maður fer þessa leið. En þetta er ótrúlega gott og gaman í ákveðinn tíma, þess vegna gerir maður þetta en svo verður þetta þreytt eftir þrettán tíma af sukki. Svo rankar maður við sér úr rotinu og þá eru sumir farnir úr lífi manns, bara búnir að fá nóg og geta þetta ekki lengur. Þannig að ef þú missir mömmu þína og pabba, ekki byrja að drekka. Nei, ég segi svona,“ segir Gunnar Smári kíminn en alvarlegur á sama tíma, eins og leikverkið. Gunnar Smári vaknaði eitt sinn blóðugur uppi á spítala eftir að hafa ekki farið út úr húsi í fjóra daga og dottið drukkinn á hausinn. Vísir/Vilhelm Nennir ekki að deyja Gunnar Smári drekkur ekki í dag og langar að halda því svoleiðis. „Ég hætti að drekka þegar að ég datt á höfuðið fyrir einu og hálfu ári. En svo hefur það alveg gerst inn á milli að maður leitar aftur í þetta en það hefur aldrei farið í neitt fáránlegt. Núna er kominn góður tími síðan ég drakk og maður vill halda í það. Því maður nennir ekki að deyja.“ Hann segir erfitt að útskýra sorg þar sem hún fer eftir hverjum og einum. „Mér finnst rosalega gott að geta nálgast hana á sinn hátt. Það er engin ein rétt leið við að takast á við sorgina. Það er engin ein leið í neinu.“ Þó hafi fólk oft reynt að segja honum hvað hann þyrfti að gera. „Til dæmis að ef ég hætti að drekka hættir mér að líða illa. Það er alveg rétt því ég veit að mér mun líða illa ef ég drekk. En það þýðir ekki að mér byrji að líða alltaf almennt séð vel. Það er svo flókið. Það er engin töfralausn. Þetta er alltaf þarna. Það hjálpar mér að fara til sálfræðinga og sömuleiðis að tala við vini mína. Það hjálpar líka að ég sé að gera eitthvað í mínu lífi sem skiptir mig máli eins og leiklist, að skrifa og fleira. Þetta er samsafn af mörgu sem heldur manni við efnið. Sömuleiðis er ótrúlega áhugavert að tala við fólk og fá að heyra ólíkar sögur.“ Hræddur um að enginn skilji sig Gunnar Smári hefur sem áður segir verið ófeiminn við að deila sinni sögu. Aðspurður hvort hann verði einhvern tíma þreyttur á því segir hann: „Ég bý við það óöryggi að ég held að enginn skilji mig. Ég held að margir séu að tengja við það. En ég er kominn á þann stað að mig langar að gera list, skrifa, leika og gera einhverja hluti svo aðrir sem upplifa að enginn skilji þá geti speglað sig að einhverju leyti. Gunnar Smári lýsir sjálfum sér sem andlegri veru. „Yfir 90% af öllum í heiminum vill manni vel held ég. En fólk gerir fullt af mistökum því það er bogið og beyglað og hrætt um að enginn skilji sig, að fólk dæmi sig. Frá því að pabbi dó hef ég verið hræddur um þetta. Ég var skrýtið barn fékk skapsveiflur því mér leið illa og svo leið mér illa því ég vildi ekki vera eins og ég var. Ég vildi ekki vera krakkinn sem missti foreldra sína. En ég var það, og þá var ég svo hræddur um að enginn myndi skilja hvernig manneskja ég er. Mér gekk hræðilega í skóla, það var alltaf verið að segja við mig: Þú ert ömurlegur í þessu. Ég var með stærðfræðikennara sem öskraði á mig og lét mig gráta því ég fékk tvo á prófi. Svo eftir að maður er orðinn fullorðinn fattar maður: Já kannski var ég ekki að pæla í algebru útaf því að mamma mín var að deyja! Þannig að já, maður er alltaf hræddur um að enginn skilji sig.“ Gunnar Smári segir opinskátt frá sinni áfallasögu í Félagsskapur með sjálfum mér.Auður Katrín Væri ekki hér ef það væri ekki fyrir Tálknafjörð Gunnar Smári er yngstur af fjórum systkinum en Óli, elsti bróðir hans, ættleiðir hann þegar að foreldrar þeirra dóu. Fjölskyldan bjó á Tálknafirði í póstnúmeri 460 og á Gunnar sterka tengingu þangað. „Mamma deyr árið 2004 og svo flyt ég í bæinn með bróður mínum 2006. Það var ákveðin niðursveifla í bænum og enga vinnu að fá fyrir bróður minn fyrir vestan. Við þurftum að bera okkur eftir björginni og fluttum suður. Það var ákveðið áfall. Maður gengur að öllu vísu fyrir vestan og þekkir allt. Svo mætti ég til Reykjavíkur og það er allt morandi í nýju fólki. Þaðan kemur líka félagskvíðinn svolítið. Ég þorði ekki að fara í strætó, ég þorði ekki að fara í sund. Ég gat ekki farið í röð, ég skildi ekki fyrirkomulagið og var hræddur um að ég væri að ryðjast. Svo fannst mér ótrúlega skrýtið að fólk segði ekki alltaf góðan daginn. Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki átt samfélagið fyrir vestan. Bakland er yfirleitt fjölskyldan sem maður á sem barn, svo safnar maður að sér fólki í gegnum lífið. Þegar foreldrar okkar deyja er baklandið þessar 300 manneskjur sem búa þarna. Það er gulls ígildi. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði búið í bænum og ekki þekkt nágrana mína.“ Hann segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi en að sama skapi hafi tíminn verið aðeins öðruvísi þá en í dag. „Fólk skildi kannski ekki alveg hvernig það ætti að nálgast mann.“ Gunnar Smári á sterka tengingu við Tálknafjörð. Vísir/Vilhelm Hætti í Þjóðleikhúsinu og fór í ferðamannabransann um stund Gunnar Smári hefur eytt flest öllum sumrum á Tálknafirði frá því að þau fluttu til Reykjavíkur. „Ef það væri leikhús á Tálknafirði þá myndi ég búa þar,“ segir hann brosandi og bætir við að hann hafi þó sett upp Félagsskapur með sjálfum mér þar. Sýninguna skrifaði hann upphaflega sem lokaverkefni í LHÍ. Ég var svo ráðinn strax inn í Þjóðleikhúsið og skikkaður í alls kyns fjölbreytt verkefni. Maður hafði ekki tíma til að sinna einhverju öðru. Svo hætti ég í Þjóðleikhúsinu og fór að vinna í túristabransanum eins og margir leikarar gera. Þá fór ég að endurvekja þetta leikrit og hringdi í Tómas Helga Baldursson sem er frábær leikstjóri og vonarstjarna í íslensku leikhúsi, Íris Rós gerir tónlist, Auður Katrín grafík og leikmynd .“ Gunnar Smári gerði sömuleiðis barnaútgáfu af sýningunni í gegnum Þjóðleikhúsið sem hann skírði Ómar orðabelgur og var sýnt í leikskólum. „Svo byrjuðum við að búa til þetta batterí og bjuggum til hlaðvarp út frá þessu en það er svo mikið af fólki til með sögur að segja.“ Hús, bílpróf og fleiri hvítar skyrtur Að lokum spyr blaðamaður Gunnar Smára hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér. „Þegar að ég var lítill hugsaði ég hvernig ætli ég verði þegar að ég verð þrítugur? Og ég sá mig fyrir mér í hvítri skyrtu með ermahnappa að keyra Land Rover fyrir vestan. Ég er ekki með bílpróf og ég á eina hvíta skyrtu,“ segir hann og hlær. Auðvitað má maður ekki drekkja sér í vinnu en mér finnst gott að hafa eitthvað fram undan sem lætur mig hlakka til. Ég er yfirleitt með verkefni sem ég miða að og svo framkvæmi ég það. Núna er það þetta og ég reyndar farinn að hugsa um hvað ég ætla að gera næst og það verður alveg á öndverðum meiði. Ég er ekki mikið að hugsa tuttugu ár fram í tímann, en þegar ég verð fimmtugur þá væri ég þó alveg til í hús fyrir vestan, bílpróf og fleiri hvítar skyrtur!“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna. Leikhús Geðheilbrigði Menning Fíkn Ástin og lífið Tengdar fréttir Væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum Leikaranum Gunnari Smára Jóhannessyni sárnaði nokkuð þegar hann fékk veður af því að leikskóli á höfuðborgarsvæðinu hefði afþakkað boð á sýningu hans vegna „óviðeigandi“ umfjöllunar um dauðann. 22. október 2019 09:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hann stendur fyrir leikritinu Félagsskapur með sjálfum mér sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í næstu viku fimmtudaginn 4. apríl og fjallar um húmorinn í harminum. Blaðamaður ræddi við Gunnar Smára. Gunnar Smári segir frá húmornum í harminum í verkinu Félagsskapur með sjálfum mér. Vísir/Vilhelm Með heimsmet í Snake og forðast snjallsíma Gunnar Smári hefur gengið í gegnum mörg áföllin á sinni lífsleið. Hann er fæddur árið 1992 og alinn upp á Tálknafirði á Vestfjörðum en flutti í bæinn sem unglingur. Leiklistin hefur verið ástríða hjá honum lengi en hann útskrifaðist sem leikari frá LHÍ og vann um stund hjá Þjóðleikhúsinu áður en hann fór að sinna sjálfstæðari verkefnum á borð við þessa leiksýningu, Félagsskapur með sjálfum mér. Það vekur athygli blaðamanns í byrjun viðtals að Gunnar Smári er einn af fáum sem á ekki snjallsíma. „Ég er með gamlan Nokia síma, meðal annars vegna þess að Snake forritið er í boði. Ég er bestur í heimi í einu borði, á heimsmetið. Ég held reyndar að það séu ekki margir að spila þetta þannig að samkeppnin er kannski ekki mikil.“ Aðspurður hvers vegna hann velji að vera með gamlan síma segir Gunnar Smári: „Þetta drepur óþarfa kvíða. Gefur mér líka smá pásu frá sjálfum mér líka, svo maður sé ekki að leita stöðugt að einhverju sem veldur mér kvíða.“ Gunnar Smári forðast snjallsímana og finnur að það dregur úr óþarfa kvíða. Vísir/Vilhelm Missti báða foreldra sína, ömmu, afa og hundinn sinn Félagsskapur með sjálfum mér fjallar í stuttu máli um húmorinn í harminum og er sýningunni lýst sem ljúfsárri og fær efniviðurinn áhorfendur til að hlæja þó undirtónninn sé sársaukafullur. „Í grunninn fjallar þetta um félagskvíða sem ég upplifði eftir andlát foreldra minna í æsku. Þessi félagskvíði kom ekki upp á yfirborðið fyrr en ég var orðinn unglingur og fylgir mér enn í dag. Sýningin sjálf er grínsýning en undirtónninn er alltaf sársauki. Ég trúi því að þú getir ekki hlegið á einlægan hátt nema einhver hafi fengið samúð þína og þú getur heldur ekki grátið nema einhver hafi látið þig hlæja líka. Kómík og drama þarf alltaf að haldast í hendur hjá mér. Þannig verða tilfinningarnar alvöru. Hlátur er gleði innra með þér, maginn herpist og þú verður orðlaus. Fyrir mér þarftu að hafa drama til að ná því fram.“ Söguþráðurinn kemur beint frá lifaðri reynslu Gunnars Smára. „Þetta fjallar um andlega kvilla sem komu upp hjá mér í kjölfar þess að foreldrar mínir, amma, afi og hundurinn minn dóu öll á um fimm árum. Þetta var frekar kaotísk æska. Þetta fjallar líka um hvernig manneskja verður til sem er mótuð af sorg. Það er eitt að verða fullorðinn og lenda í einhverju og svo er það annað þegar að maður er barn. Þegar það er verið að móta mig sem manneskju þá er maður líka að fá símtöl þar sem er verið að segja: Mamma þín er veik. Svo deyr mamma. Amma þín er komin með krabbamein. Svo deyr hún. Þess vegna hata ég síma líka, ég þoli ekki þegar það er verið að hringja í mig. Það mega samt allir hringja í mig auðvitað! En þegar einhver sendir á mig: Geturðu hringt? þá hugsa ég það versta. Eða einhver hringir og byrjar ekki strax að tala þá upplifi ég kvíða. Þegar að ég hringi þá segi ég eiginlega ekki hæ heldur fer ég beint í ástæðu símtalsins.“ Sýningin fjallar um andlega kvilla sem komu upp hjá Gunnari Smára í kjölfar þess að foreldrar hans, amma, afi og hundurinn hans dóu öll á um fimm árumVísir/Vilhelm Skilyrðislausa ástin tekin í burt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar Smári nálgast þessa erfiðu lífsreynslu í listsköpun sinni. Samhliða þessari sýningu heldur hann svo uppi hlaðvarpsþáttum þar sem hann ræðir við fjölbreyttan hóp fólks um sorgina. Aðspurður hvernig sorgin hjá honum þróast samhliða því að fjalla um hana segir Gunnar Smári: „Maður er búinn að heyra allt. Tíminn læknar ekki sár en þá er sagt tíminn læknar ekki sár heldur kennir manni að lifa með þeim. Það er heldur ekki rétt. Maður vaknar hvern einasta morgun, hugsar til foreldra sinna og hugsar um það sem maður fékk aldrei að upplifa. Þessi skilyrðislausa ást var tekin frá manni, sem maður öfundar marga fyrir.“ Hann bætir við að hann sé ekki að segja að allir foreldrar séu frábærir og fólk eigi auðvitað í misjöfnu sambandi við sína nánustu fjölskyldu. „Í flestum tilfellum held ég þó að þeir séu að gera sitt besta. En það sem þetta ferli hefur kennt mér í raun er að lífið er bara svona. Það er engin töfralausn. Maður getur farið til sálfræðings og á Kvíðameðferðastöðina og ég mæli mjög með því. Það hjálpaði mér mikið á sínum tíma, þegar að ég var í menntaskóla og fékk kvíðakast.“ Skildi ekki að sorgin gæti verið líkamleg Gunnar Smári var ekki orðinn tvítugur þegar að kvíðakastið átti sér stað. „Ég hélt bara að ég væri að deyja. Ég ólst ekki upp við þessar skilgreiningar á kvíða. Ég hélt að ég væri að fá heilablóðfall eins og mamma, hún lést úr heilablóðfalli. Hjartað mitt sló brjálæðislega mikið, ég hætti ekki að svitna og fann fyrir hverjum svitadropa eins og sýru leka niður líkama minn. Ég fór upp á sjúkrahús og þá heyri ég fyrst að þetta gæti hafa verið kvíðakast. Ég gat ekki skilið hvernig eitthvað svona andlegt gæti látið mér líða svona, að þetta gæti verið líkamlegt líka. Þú finnur fyrir svo líkamlegum sársauka.“ Hann segist fyrst ekki hafa treyst því sem læknirinn sagði, að þetta hafi verið kvíðakast. Síðar þegar hann hóf sálfræðimeðferð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafi hann skilið þetta betur og ekki fengið annað svona kast. „Ég hef fundið fyrir kvíða sækja að manni en þarna lærði ég inn á ákveðin tól sem nýtast manni við að komast í gegnum svona, því manni líður í alvörunni eins og maður sé að deyja. Það hjálpaði ótrúlega mikið. Svo hef ég farið í alls konar sálfræðitíma. Það sem virkar fyrir mig er að tala um sársaukann, sama hvort það sé við sálfræðinga, vini eða á sviði.“ Gunnar Smári fékk kvíðakast þegar að hann var í menntaskóla og hélt að hann væri að deyja. Vísir/Vilhelm Má ekki gleyma sér í hverfulleika lífsins Hverfulleiki lífsins hefur sannarlega minnt á sig í lífi Gunnars Smára og segir hann að það geti bæði verið gott og eitrað að velta honum fyrir sér. „Ef að þú hugsar alltaf að ekkert skipti máli þá kemurðu illa fram við fólk. Ég hef gert það og það er eitthvað sem er annar sársauki. Maður vanvirðir fjölskyldu sína, kemur illa fram við vini sína og kærustur sem maður hefur átt í gegnum tíðina því maður verður sjálfselskur í þeirri hugsun að ekkert skipti máli. Ég er ekkert stöðugt að velta fyrir mér endalokum heimsins en maður hugsar þetta oft, hvað allt er hverfult. Ég les líka eðlisfræði þar sem maður getur fundið staðfestingar á því að ekkert skipti máli. En auðvitað skiptir lífið máli, það er rosalega dýrmætt. Það er ótrúlega gaman að lifa. Ef ég hefði aldrei lent í þessu þá væri ég örugglega bara Jón Jónsson, gæji sem er alltaf brosandi og glaður. En einhvern veginn er ég blanda af honum og Megasi og þetta er rosalega óþægileg blanda. Því ég elska lífið, mér finnst ótrúlega gaman að hitta fólk, spjalla, heyra frá lífum fólks og þeirra sögu, spegla við þau og sjá að maður er ekki einn eða einmanna.“ Vaknaði blóðugur uppi á spítala og hætti að drekka Sömuleiðis hefur Gunnar Smári komið illa fram við sjálfan sig og átt í erfiðu sambandi við áfengi og fíkniefni. „Jesús minn almáttugur, já. Starfsfólk á einum bar hér í Austurstræti þekkir mig allt með nafni og hefur meira að segja lánað mér fyrir bjór. Maður hefur alveg litið á klukkuna og hún er sjö á sunnudegi og maður er staddur í Árbænum og ég þekki engan í Árbænum. Það er eitthvað sem ég er rosalega veikur fyrir, áfengið. Ég man mjög vel eftir því þegar að ég drakk fyrst áfengi. Ég var svona tiltölulega seinn að byrja miðað við minn árgang, ég var um átján ára en margir á mínum aldri byrjuðu mikið fyrr að drekka. En ég man bara að ég fékk mér nokkra sopa og ég fann strax hvað mér leið vel. Ég hef alltaf verið mikill ofhugsari og get ekki slökkt á því en svo drekkur maður og allt í einu er bara þögn innra með manni. Maður situr vel í sér um tíma, líður vel og hættir að pæla. Svo byrjar maður að leita í þetta af og til, allt í einu er það orðið daglegt svo áður en maður veit af þá er maður 29 ára fullorðinn karlmaður og hefur ekki farið út úr íbúðinni sinni eða sofið í fjóra daga. Maður dettur á höfuðið, blæðir næstum út, deyr næstum því. Svo vaknar maður eftir rotið á sjúkrarúmi á Landspítalanum, sér fólkið sem er komið að sækja mann eins og maður sé villiköttur kominn lengst út í skóg, þá fyrst fattar maður bara ah já, þetta er ekki að gera neitt. Maður er bara að særa ef maður fer þessa leið. En þetta er ótrúlega gott og gaman í ákveðinn tíma, þess vegna gerir maður þetta en svo verður þetta þreytt eftir þrettán tíma af sukki. Svo rankar maður við sér úr rotinu og þá eru sumir farnir úr lífi manns, bara búnir að fá nóg og geta þetta ekki lengur. Þannig að ef þú missir mömmu þína og pabba, ekki byrja að drekka. Nei, ég segi svona,“ segir Gunnar Smári kíminn en alvarlegur á sama tíma, eins og leikverkið. Gunnar Smári vaknaði eitt sinn blóðugur uppi á spítala eftir að hafa ekki farið út úr húsi í fjóra daga og dottið drukkinn á hausinn. Vísir/Vilhelm Nennir ekki að deyja Gunnar Smári drekkur ekki í dag og langar að halda því svoleiðis. „Ég hætti að drekka þegar að ég datt á höfuðið fyrir einu og hálfu ári. En svo hefur það alveg gerst inn á milli að maður leitar aftur í þetta en það hefur aldrei farið í neitt fáránlegt. Núna er kominn góður tími síðan ég drakk og maður vill halda í það. Því maður nennir ekki að deyja.“ Hann segir erfitt að útskýra sorg þar sem hún fer eftir hverjum og einum. „Mér finnst rosalega gott að geta nálgast hana á sinn hátt. Það er engin ein rétt leið við að takast á við sorgina. Það er engin ein leið í neinu.“ Þó hafi fólk oft reynt að segja honum hvað hann þyrfti að gera. „Til dæmis að ef ég hætti að drekka hættir mér að líða illa. Það er alveg rétt því ég veit að mér mun líða illa ef ég drekk. En það þýðir ekki að mér byrji að líða alltaf almennt séð vel. Það er svo flókið. Það er engin töfralausn. Þetta er alltaf þarna. Það hjálpar mér að fara til sálfræðinga og sömuleiðis að tala við vini mína. Það hjálpar líka að ég sé að gera eitthvað í mínu lífi sem skiptir mig máli eins og leiklist, að skrifa og fleira. Þetta er samsafn af mörgu sem heldur manni við efnið. Sömuleiðis er ótrúlega áhugavert að tala við fólk og fá að heyra ólíkar sögur.“ Hræddur um að enginn skilji sig Gunnar Smári hefur sem áður segir verið ófeiminn við að deila sinni sögu. Aðspurður hvort hann verði einhvern tíma þreyttur á því segir hann: „Ég bý við það óöryggi að ég held að enginn skilji mig. Ég held að margir séu að tengja við það. En ég er kominn á þann stað að mig langar að gera list, skrifa, leika og gera einhverja hluti svo aðrir sem upplifa að enginn skilji þá geti speglað sig að einhverju leyti. Gunnar Smári lýsir sjálfum sér sem andlegri veru. „Yfir 90% af öllum í heiminum vill manni vel held ég. En fólk gerir fullt af mistökum því það er bogið og beyglað og hrætt um að enginn skilji sig, að fólk dæmi sig. Frá því að pabbi dó hef ég verið hræddur um þetta. Ég var skrýtið barn fékk skapsveiflur því mér leið illa og svo leið mér illa því ég vildi ekki vera eins og ég var. Ég vildi ekki vera krakkinn sem missti foreldra sína. En ég var það, og þá var ég svo hræddur um að enginn myndi skilja hvernig manneskja ég er. Mér gekk hræðilega í skóla, það var alltaf verið að segja við mig: Þú ert ömurlegur í þessu. Ég var með stærðfræðikennara sem öskraði á mig og lét mig gráta því ég fékk tvo á prófi. Svo eftir að maður er orðinn fullorðinn fattar maður: Já kannski var ég ekki að pæla í algebru útaf því að mamma mín var að deyja! Þannig að já, maður er alltaf hræddur um að enginn skilji sig.“ Gunnar Smári segir opinskátt frá sinni áfallasögu í Félagsskapur með sjálfum mér.Auður Katrín Væri ekki hér ef það væri ekki fyrir Tálknafjörð Gunnar Smári er yngstur af fjórum systkinum en Óli, elsti bróðir hans, ættleiðir hann þegar að foreldrar þeirra dóu. Fjölskyldan bjó á Tálknafirði í póstnúmeri 460 og á Gunnar sterka tengingu þangað. „Mamma deyr árið 2004 og svo flyt ég í bæinn með bróður mínum 2006. Það var ákveðin niðursveifla í bænum og enga vinnu að fá fyrir bróður minn fyrir vestan. Við þurftum að bera okkur eftir björginni og fluttum suður. Það var ákveðið áfall. Maður gengur að öllu vísu fyrir vestan og þekkir allt. Svo mætti ég til Reykjavíkur og það er allt morandi í nýju fólki. Þaðan kemur líka félagskvíðinn svolítið. Ég þorði ekki að fara í strætó, ég þorði ekki að fara í sund. Ég gat ekki farið í röð, ég skildi ekki fyrirkomulagið og var hræddur um að ég væri að ryðjast. Svo fannst mér ótrúlega skrýtið að fólk segði ekki alltaf góðan daginn. Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki átt samfélagið fyrir vestan. Bakland er yfirleitt fjölskyldan sem maður á sem barn, svo safnar maður að sér fólki í gegnum lífið. Þegar foreldrar okkar deyja er baklandið þessar 300 manneskjur sem búa þarna. Það er gulls ígildi. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði búið í bænum og ekki þekkt nágrana mína.“ Hann segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi en að sama skapi hafi tíminn verið aðeins öðruvísi þá en í dag. „Fólk skildi kannski ekki alveg hvernig það ætti að nálgast mann.“ Gunnar Smári á sterka tengingu við Tálknafjörð. Vísir/Vilhelm Hætti í Þjóðleikhúsinu og fór í ferðamannabransann um stund Gunnar Smári hefur eytt flest öllum sumrum á Tálknafirði frá því að þau fluttu til Reykjavíkur. „Ef það væri leikhús á Tálknafirði þá myndi ég búa þar,“ segir hann brosandi og bætir við að hann hafi þó sett upp Félagsskapur með sjálfum mér þar. Sýninguna skrifaði hann upphaflega sem lokaverkefni í LHÍ. Ég var svo ráðinn strax inn í Þjóðleikhúsið og skikkaður í alls kyns fjölbreytt verkefni. Maður hafði ekki tíma til að sinna einhverju öðru. Svo hætti ég í Þjóðleikhúsinu og fór að vinna í túristabransanum eins og margir leikarar gera. Þá fór ég að endurvekja þetta leikrit og hringdi í Tómas Helga Baldursson sem er frábær leikstjóri og vonarstjarna í íslensku leikhúsi, Íris Rós gerir tónlist, Auður Katrín grafík og leikmynd .“ Gunnar Smári gerði sömuleiðis barnaútgáfu af sýningunni í gegnum Þjóðleikhúsið sem hann skírði Ómar orðabelgur og var sýnt í leikskólum. „Svo byrjuðum við að búa til þetta batterí og bjuggum til hlaðvarp út frá þessu en það er svo mikið af fólki til með sögur að segja.“ Hús, bílpróf og fleiri hvítar skyrtur Að lokum spyr blaðamaður Gunnar Smára hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér. „Þegar að ég var lítill hugsaði ég hvernig ætli ég verði þegar að ég verð þrítugur? Og ég sá mig fyrir mér í hvítri skyrtu með ermahnappa að keyra Land Rover fyrir vestan. Ég er ekki með bílpróf og ég á eina hvíta skyrtu,“ segir hann og hlær. Auðvitað má maður ekki drekkja sér í vinnu en mér finnst gott að hafa eitthvað fram undan sem lætur mig hlakka til. Ég er yfirleitt með verkefni sem ég miða að og svo framkvæmi ég það. Núna er það þetta og ég reyndar farinn að hugsa um hvað ég ætla að gera næst og það verður alveg á öndverðum meiði. Ég er ekki mikið að hugsa tuttugu ár fram í tímann, en þegar ég verð fimmtugur þá væri ég þó alveg til í hús fyrir vestan, bílpróf og fleiri hvítar skyrtur!“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna.
Leikhús Geðheilbrigði Menning Fíkn Ástin og lífið Tengdar fréttir Væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum Leikaranum Gunnari Smára Jóhannessyni sárnaði nokkuð þegar hann fékk veður af því að leikskóli á höfuðborgarsvæðinu hefði afþakkað boð á sýningu hans vegna „óviðeigandi“ umfjöllunar um dauðann. 22. október 2019 09:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Væri síðasti maðurinn til að gera grín að dauðanum Leikaranum Gunnari Smára Jóhannessyni sárnaði nokkuð þegar hann fékk veður af því að leikskóli á höfuðborgarsvæðinu hefði afþakkað boð á sýningu hans vegna „óviðeigandi“ umfjöllunar um dauðann. 22. október 2019 09:00