„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 09:30 Stjarnan var heitasta lið Bestu deildar karla þegar síðasta tímabili lauk. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn