Ísak Óli er uppalinn Keflvíkingur og var öflugur í vörn liðsins áður en hann flutti búferlum til Danmerkur árið 2021. Hann snýr nú aftur heim í Bestu deildina og styrkir vörn Hafnfirðinga.
Hann verður liðsfélagi bróður síns, Sindra Kristins Ólafssonar, sem er markvörður FH-inga.
Ísak Óli er 23 ára gamall og hefur leikið 36 leiki fyrir yngri landslið Íslands auk tveggja A-landsleikja. Hann fór til SönderjyskE í Danmörku frá Keflvíkingum fyrir þremur árum en skipti svo til Esbjerg hvaðan hann kemur til FH.
Skiptin hafa legið í loftinu síðustu vikur en Ísak er nú kominn með leikheimild fyrir fyrir leik FH-inga sem er gegn Breiðabliki á mánudagskvöldið.
Fyrsta umferð Bestu deildar karla
-
Laugardagur 6. apríl
- 19:15 Víkingur R. - Stjarnan
-
- Sunnudagur 7. apríl
- 13:00 Fram - Vestri
- 16:15 KA - HK
- 19:15 Valur - ÍA
- 19:15 Fylkir - KR
-
- Mánudagur 8. apríl
- 19:15 Breiðablik - FH