Fyrir tímabilið eru margir sem spá því að Víkingar munu verja titil sinn en þeir unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Stjörnumenn eru á sínu fyrsta heila tímabili undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar og hafa styrkt sig á síðustu vikum eftir að Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason sneru heim úr atvinnumennsku.
Leikurinn í gær var skemmtilegur áhorfs enda tvö lið á ferð sem bæði vilja spila góðan fótbolta. Vel var mætt á Víkingsvöllinn og stemmningin í hæstu hæðum.
Tvö mörk voru skoruð í leiknum í gær. Fyrst skoraði Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar glæsilegt mark úr teignum og í síðari hálfleiknum bætti Helgi Guðjónsson við öðru marki úr skyndisókn eftir að Stjörnumenn höfðu náð að pressa aðeins á lið Víkinga.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Í kvöld fara fram tveir leikir í Bestu deildinni. Valur tekur á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Klukkan 19:05 hefst síðan útsending frá leik Fylki og KR í Árbænum á Bestu deildar stöðinni.