55-74 ára fjölgar hlutfallslega mest á vinnumarkaði Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. apríl 2024 07:00 Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnendaráðgjafar Gallup segir Evrópu vera að eldast. Síðustu tuttugu árin hefur verið fækkun í öllum aldurshópunum yngri en 45 ára, þótt mannfjöldi fari vaxandi. Á Íslandi er hlutfallslega mest aukning á vinnumarkaði í aldurshópnum 55-74 ára. Vísir/Vilhelm Eitt af því sem blasir við íslensku atvinnulífi eru kynslóðaskipti á vinnustöðum þar sem fyrirséð er að ákveðið hlutfall starfsfólks mun láta af störfum sökum aldurs. Jafnvel eftir áratugi hjá sama vinnuveitanda. Tómas Bjarnason, sviðstjóri stjórnendaráðgjafar Gallup, segir verðugt verkefni fyrir vinnustaði að kortleggja hvernig kynslóðaskipti eru líkleg til að fara fram. 55-74 ára er líka stærri hluti starfandi en áður. Þessi aldurshópur mældist 17% af öllu starfandi fólki 16-74 ára árið 2003 samkvæmt tölum Hagstofunnar en 22% árið 2023.“ Þá sýna tölur að Evrópa er að eldast, á sama tíma og fækkar í öllum aldurshópunum yngri en 45 ára. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um málin með fyrirséð kynslóðaskipti í huga. 82% fjölgun 55-74 ára Á Íslandi teljast starfandi á vinnumarkaði um 219 þúsund manns miðað við árið 2023. Til samanburðar má nefna að árið 2003 var þessi fjöldi 153 þúsund manns. Hér er aðeins horft til fjölda starfandi og því er fjöldi atvinnulausra ekki í þessum tölum. Tómas segir að þótt fjölgun starfandi fólks sé í öllum aldurshópum, hafi tölurnar breyst mismikið á síðustu 20 árum eftir því hvaða aldurshóp er horft til. Sundurliðunin er sem hér segir: Þróun 2003-2023 Starfandi 16-24 ára hefur vaxið úr 24 þúsundum í 31 þúsund, eða um 27% Starfandi 25-54 ára hefur vaxið úr 103 þúsundum í 141 þúsund eða um 37% Starfandi 55-74 ára hefur vaxið úr 26 þúsundum í 47 þúsund eða um 82% Það sem þetta þýðir er að sá hópur sem fjölgar mest í hlutfallslega, eru starfandi á aldursbilinu 55-74 ára. Tómas bendir þó á að langflestir starfandi séu fólk á aldrinum 25-54 ára. Sá hópur telur um 64% allra starfandi. Tölurnar sem hér er vitnað í eru tölur samkvæmt gögnum Hagstofunnar, auk útreikninga Gallup fyrir aldurshópinn 65-74 ára, sem ekki er í Hagstofugögnum. Tómas segir aldurshópinn 55-74 ára fara vaxandi sem hlutfall starfandi á Íslandi. Aukningin nemur 82% í þessum aldurshópi síðustu tuttugu árin. Í dag er hlutfall þessa aldurshóps 22% sem starfandi einstaklingar á vinnumarkaði en þetta hlutfall þarf að hafa í huga þegar vinnustaðir huga að fyrirséðum kynslóðaskiptum.Vísir/Vilhelm Samanburður á milli hópa og svæða Athygli vekur að hlutfallsleg aukning starfandi í elsta hópnum er mun meiri í Reykjavík í samanburði við landsbyggðina, en þar segir Tómas að í Reykjavík hafi fjölgað um 88% þeirra sem eru starfandi á aldrinum 55-74 ára til samanburðar við 72% á landsbyggðinni. En hvernig ætli jafnvægið sé að mælast á milli aldurshópa? Er sambærileg þróun á milli þeirra sem koma nýir inn á vinnumarkað í samanburði við þá sem láta af störfum á næstu árum sökum aldurs? Til að setja fjöldatölur og hlutföll í samhengi má taka dæmi frá Íslandi sem sýnir að á tuttugu ára tímabili, frá 2002-2022,er fjölgunin sem hér segir: Starfandi á aldrinum 55-64 ára hefur fjölgað um 75%. Starfandi á aldrinum 15-24 ára hefur fjölgað um 21%. Ef skoðaðar eru sambærilegar tölur frá Norðurlöndunum má sjá að fjölgun starfandi á aldrinum 55-64 ára er sem hér segir: Danmörk 54% Svíþjóð 28% Noregur 56% Ef skoðaðar eru sambærilegar tölur frá Norðurlöndunum fyrir aldurshópinn 15-24 ára er hlutfallsleg aukning starfandi í aldurshópnum sem hér segir: Danmörk 8% Svíþjóð 14% Noregur 28% Þá er athyglisvert að sjá hvernig hlutföllin eru að mælast í þeim löndum þar sem atvinnuleysi mælist sérstaklega hátt þar sem segja má að vinnumarkaðurinn sé í heild sinni að eldast töluvert. Sem dæmi má nefna Spán en þar hefur fækkað í yngsta aldurshópi starfandi, 15-24 ára, sem nemur 41% á umræddu tuttugu ára tímabili. Í Póllandi hefur elsta hóp starfandi, 55-64 ára, til dæmis fjölgað um 181% til samanburðar við hlutfallslega fækkun í aldurshópnum 15-24 ára. Í Litháen mælist hlutfallsleg fækkun starfandi hjá bæði 15-24 ára og aldurshópnum 25-54 ára en fjölgun starfandi í aldurshópnum 55-64 ára mælist 93%. Tómas segir þessar tölur þó skýrast af fleiri hlutum en atvinnuleysi, til dæmis lágri fæðingartíðni. Evrópa er að eldast og frá 2003 er til dæmis fækkun í öllum aldurshópunum yngri en 45 ára, þó mannfjöldi sé vaxandi í Evrópu.“ Í Litháen og Póllandi segir Tómas hafa orðið mikla hlutfallslega fækkun mannfjölda í yngstu aldurshópunum sem eru á vinnumarkaði. Á Norðurlöndunum, fyrir utan Finnland, er hins vegar fjölgun. Tómas tekur þó fram að á Íslandi, er hlutfall þeirra sem eru vinnandi mjög hátt. „Á Íslandi er hlutfall starfandi mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og það er hátt í öllum aldurshópum. Í elsta aldurshópnum sem er sýndur hjá Eurostat 65 ára og eldri er hlutfall starfandi hæst á Íslandi í Evrópu árið 2022.“ Vinnumarkaður Mannauðsmál Starfsframi Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Tómas Bjarnason, sviðstjóri stjórnendaráðgjafar Gallup, segir verðugt verkefni fyrir vinnustaði að kortleggja hvernig kynslóðaskipti eru líkleg til að fara fram. 55-74 ára er líka stærri hluti starfandi en áður. Þessi aldurshópur mældist 17% af öllu starfandi fólki 16-74 ára árið 2003 samkvæmt tölum Hagstofunnar en 22% árið 2023.“ Þá sýna tölur að Evrópa er að eldast, á sama tíma og fækkar í öllum aldurshópunum yngri en 45 ára. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um málin með fyrirséð kynslóðaskipti í huga. 82% fjölgun 55-74 ára Á Íslandi teljast starfandi á vinnumarkaði um 219 þúsund manns miðað við árið 2023. Til samanburðar má nefna að árið 2003 var þessi fjöldi 153 þúsund manns. Hér er aðeins horft til fjölda starfandi og því er fjöldi atvinnulausra ekki í þessum tölum. Tómas segir að þótt fjölgun starfandi fólks sé í öllum aldurshópum, hafi tölurnar breyst mismikið á síðustu 20 árum eftir því hvaða aldurshóp er horft til. Sundurliðunin er sem hér segir: Þróun 2003-2023 Starfandi 16-24 ára hefur vaxið úr 24 þúsundum í 31 þúsund, eða um 27% Starfandi 25-54 ára hefur vaxið úr 103 þúsundum í 141 þúsund eða um 37% Starfandi 55-74 ára hefur vaxið úr 26 þúsundum í 47 þúsund eða um 82% Það sem þetta þýðir er að sá hópur sem fjölgar mest í hlutfallslega, eru starfandi á aldursbilinu 55-74 ára. Tómas bendir þó á að langflestir starfandi séu fólk á aldrinum 25-54 ára. Sá hópur telur um 64% allra starfandi. Tölurnar sem hér er vitnað í eru tölur samkvæmt gögnum Hagstofunnar, auk útreikninga Gallup fyrir aldurshópinn 65-74 ára, sem ekki er í Hagstofugögnum. Tómas segir aldurshópinn 55-74 ára fara vaxandi sem hlutfall starfandi á Íslandi. Aukningin nemur 82% í þessum aldurshópi síðustu tuttugu árin. Í dag er hlutfall þessa aldurshóps 22% sem starfandi einstaklingar á vinnumarkaði en þetta hlutfall þarf að hafa í huga þegar vinnustaðir huga að fyrirséðum kynslóðaskiptum.Vísir/Vilhelm Samanburður á milli hópa og svæða Athygli vekur að hlutfallsleg aukning starfandi í elsta hópnum er mun meiri í Reykjavík í samanburði við landsbyggðina, en þar segir Tómas að í Reykjavík hafi fjölgað um 88% þeirra sem eru starfandi á aldrinum 55-74 ára til samanburðar við 72% á landsbyggðinni. En hvernig ætli jafnvægið sé að mælast á milli aldurshópa? Er sambærileg þróun á milli þeirra sem koma nýir inn á vinnumarkað í samanburði við þá sem láta af störfum á næstu árum sökum aldurs? Til að setja fjöldatölur og hlutföll í samhengi má taka dæmi frá Íslandi sem sýnir að á tuttugu ára tímabili, frá 2002-2022,er fjölgunin sem hér segir: Starfandi á aldrinum 55-64 ára hefur fjölgað um 75%. Starfandi á aldrinum 15-24 ára hefur fjölgað um 21%. Ef skoðaðar eru sambærilegar tölur frá Norðurlöndunum má sjá að fjölgun starfandi á aldrinum 55-64 ára er sem hér segir: Danmörk 54% Svíþjóð 28% Noregur 56% Ef skoðaðar eru sambærilegar tölur frá Norðurlöndunum fyrir aldurshópinn 15-24 ára er hlutfallsleg aukning starfandi í aldurshópnum sem hér segir: Danmörk 8% Svíþjóð 14% Noregur 28% Þá er athyglisvert að sjá hvernig hlutföllin eru að mælast í þeim löndum þar sem atvinnuleysi mælist sérstaklega hátt þar sem segja má að vinnumarkaðurinn sé í heild sinni að eldast töluvert. Sem dæmi má nefna Spán en þar hefur fækkað í yngsta aldurshópi starfandi, 15-24 ára, sem nemur 41% á umræddu tuttugu ára tímabili. Í Póllandi hefur elsta hóp starfandi, 55-64 ára, til dæmis fjölgað um 181% til samanburðar við hlutfallslega fækkun í aldurshópnum 15-24 ára. Í Litháen mælist hlutfallsleg fækkun starfandi hjá bæði 15-24 ára og aldurshópnum 25-54 ára en fjölgun starfandi í aldurshópnum 55-64 ára mælist 93%. Tómas segir þessar tölur þó skýrast af fleiri hlutum en atvinnuleysi, til dæmis lágri fæðingartíðni. Evrópa er að eldast og frá 2003 er til dæmis fækkun í öllum aldurshópunum yngri en 45 ára, þó mannfjöldi sé vaxandi í Evrópu.“ Í Litháen og Póllandi segir Tómas hafa orðið mikla hlutfallslega fækkun mannfjölda í yngstu aldurshópunum sem eru á vinnumarkaði. Á Norðurlöndunum, fyrir utan Finnland, er hins vegar fjölgun. Tómas tekur þó fram að á Íslandi, er hlutfall þeirra sem eru vinnandi mjög hátt. „Á Íslandi er hlutfall starfandi mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og það er hátt í öllum aldurshópum. Í elsta aldurshópnum sem er sýndur hjá Eurostat 65 ára og eldri er hlutfall starfandi hæst á Íslandi í Evrópu árið 2022.“
Vinnumarkaður Mannauðsmál Starfsframi Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02
Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01