Metum hvort við viljum breyta góðri sögu með sannleika X977 11. apríl 2024 08:51 Sigurjón Kjartansson (t.v.) og Addi Tryggvason stjórna Djúpinu sem er nýr þáttur á X977. Nýlega hóf útvarpsþátturinn Djúpið göngu sína á X977 en þar fara þeir félagar Sigurjón Kjartansson og Addi Tryggvason á dýptina í fróðlegri og skemmtilegri umfjöllun um tónlist. „Við erum að taka fyrir einstaka hljómsveitir og tónlistarmenn,“ segir Sigurjón en heldur þeim möguleika opnum að einstaka plötur eða jafnvel lög verði tekin fyrir. Einnig er til skoðunar að taka fyrir einstök landssvæði bætir Addi við. „Bíðið bara þar til Sigurjón mun taka fyrir pönk frá austur London frá árinu 1979.“ Þeir munu taka fyrir efni í þáttunum sem þeir hafa áhuga á, alveg óháð vinsældum. „Hlustendur munu heyra efni sem þeir hafa jafnvel ekki heyrt áður og kynnast vanmetnum böndum og plötum. Eitthvað sem náði kannski ekki miklu flugi á sínum tíma en átti það svo sannarlega skilið,“ segir Addi. Í þáttunum segjast þeir ætla að kryfja ýmsar sögusagnir og því megi kannski segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. „Við gerum líka orðrómi hátt undir höfði og metum í hver skipti hvort við viljum breyta eða eyða góðri sögu með sannleika. Það mætti jafnvel segja að þátturinn sé góð blanda af fornleifafræði og sakamálaþætti,“ segir Sigurjón. Í fyrsta þætti Djúpsins, sem fór í loftið föstudaginn 5. apríl, var enska síðpönksveitin Killing Joke tekin fyrir en hún á skemmtilega Íslandstengingu. „Þar fjöllum við um tímabilið þegar tveir meðlimir sveitarinnar flúðu til Íslands og stofnuðu hljómsveitina Iceland ásamt nokkrum meðlimum Þeysaranna,“segir Addi. Í Djúpinu munu þeir félagar kryfja ýmsar sögusagnir og því má segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. Þátturinn á sér enga fyrirmynd heldur spratt hugmyndin fram eftir að þeir gerðu óvart „offline“ útvarpsþátt með nördaspjalli. „Alltaf þegar við hittumst byrjar nördaspjallið mjög fljótlega. Því lá bara beinast við að gera útvarpsþátt í þeim anda,“ segir Sigurjón. Í næsta þætti fara þeir félagar yfir mikla ráðgátu sem tengist frægum íslenskum bassaleikara og frægri breskri hljómsveit. Djúpið fer í loftið á X977 á hverjum föstudegi kl. 14 og stendur yfir til kl. 16. Tónlist X977 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira
„Við erum að taka fyrir einstaka hljómsveitir og tónlistarmenn,“ segir Sigurjón en heldur þeim möguleika opnum að einstaka plötur eða jafnvel lög verði tekin fyrir. Einnig er til skoðunar að taka fyrir einstök landssvæði bætir Addi við. „Bíðið bara þar til Sigurjón mun taka fyrir pönk frá austur London frá árinu 1979.“ Þeir munu taka fyrir efni í þáttunum sem þeir hafa áhuga á, alveg óháð vinsældum. „Hlustendur munu heyra efni sem þeir hafa jafnvel ekki heyrt áður og kynnast vanmetnum böndum og plötum. Eitthvað sem náði kannski ekki miklu flugi á sínum tíma en átti það svo sannarlega skilið,“ segir Addi. Í þáttunum segjast þeir ætla að kryfja ýmsar sögusagnir og því megi kannski segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. „Við gerum líka orðrómi hátt undir höfði og metum í hver skipti hvort við viljum breyta eða eyða góðri sögu með sannleika. Það mætti jafnvel segja að þátturinn sé góð blanda af fornleifafræði og sakamálaþætti,“ segir Sigurjón. Í fyrsta þætti Djúpsins, sem fór í loftið föstudaginn 5. apríl, var enska síðpönksveitin Killing Joke tekin fyrir en hún á skemmtilega Íslandstengingu. „Þar fjöllum við um tímabilið þegar tveir meðlimir sveitarinnar flúðu til Íslands og stofnuðu hljómsveitina Iceland ásamt nokkrum meðlimum Þeysaranna,“segir Addi. Í Djúpinu munu þeir félagar kryfja ýmsar sögusagnir og því má segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. Þátturinn á sér enga fyrirmynd heldur spratt hugmyndin fram eftir að þeir gerðu óvart „offline“ útvarpsþátt með nördaspjalli. „Alltaf þegar við hittumst byrjar nördaspjallið mjög fljótlega. Því lá bara beinast við að gera útvarpsþátt í þeim anda,“ segir Sigurjón. Í næsta þætti fara þeir félagar yfir mikla ráðgátu sem tengist frægum íslenskum bassaleikara og frægri breskri hljómsveit. Djúpið fer í loftið á X977 á hverjum föstudegi kl. 14 og stendur yfir til kl. 16.
Tónlist X977 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira