Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 07:31 Meredith var viðstödd þegar Scottie Scheffler vann The Players meistaramótið í síðasta mánuði en nú er of stutt í settan dag til þess að hún ferðist. Keyur Khamar Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Golf Masters-mótið Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag.
Golf Masters-mótið Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira