Það sem þú þarft að vita fyrir Masters mótið sem byrjar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 12:00 Patrick Reed klæðir Tiger Woods í græna jakkann árið 2019 Getty/Augusta National Fyrsta risamót ársins í golfinu fer af stað í kvöld þegar kylfingar spila fyrsta hringinn á Masters mótinu á Augusta National golfvellinum í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Sigurlaunin eru græni jakkinn sem sigurvegarinn fær að klæðast eftir að mótinu lýkur. Sigur á mótinu tryggir viðkomandi sæti í elítuhópi og gefur honum þátttökurétt á Mastersmótinu um ókomna tíð. Þá skiptir ekki máli hversu gamall þú ert eða hvernig þú ert að spila. Þú, sem Mastersmeistari, ert alltaf velkominn á Augusta National golfvöllinn. Masters er einn af hápunktum golfársins og mótið í ár verður í þráðbeinni á sportstöðvum Stöðvar 2 alla fjóra dagana. Hvernig horfir þú á mótið? Allir dagarnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst klukkan 19.00 í kvöld, morgun og laugardaginn og stendur yfir þar til keppni lýkur þá daga. Á sunnudaginn, lokadag mótsins, hefst útsending með upphitun klukkan 17.30 og útsending frá mótinu hefst síðan klukkan 18.00. Þar kemur síðan í ljós hver fær að klæðast græna jakkanum. Allt á Stöð 2 Sport 4. Jon Rahm með kylfusveini sínum í hvíta samfestingnum.Getty/Patrick Smith Sérstakir siðir og venjur á mótinu Mastersmótið sker sig úr hinu hefðbundna risamóti og ekki síst fyrir þær sérstöku hefðir og venjur sem eru við lýði á mótinu. Mótið fer alltaf fram á sama velli sem Augusta National golfvöllurinn í Georgíufylki þar sem holurnar eru skírðar eftir trjám eða gróðri sem er í kringum viðkomandi holu. Á miðvikudegi fyrir móti fer fram Par þrjú holukeppni þar sem kylfingar spila allar holurnar á vellinum sem eru með par þrjú. Þarna er létt og skemmtileg stemmning og fjölskyldumeðlimir kylfinga fylgja þeim oft. Kylfusveinar keppenda þurfa allir að klæðast hvítum samfestingi. Til ársins 1983 þá varð þetta að vera kylfusveinn sem Augusta National golfklúbburinn útvegaði. Frá 1983 hafa kylfingar mátt koma með sinn eigin kylfusvein. Á þriðjudagskvöldinu býður ríkjandi meistari öllum Mastersmeistuum í kvöldverð. Þetta byrjaði árið 1952 þegar aðeins ellefu kylfingar höfðu unnið en þeim hefur fjölgað mikið síðan. Meistarinn ræður matseðlinum og þekkt er þegar Tiger Woods bauð upp á ostborgara og kjúklingasamlokum árið 1998. Hann var þá yngsti sigurvegarinn frá upphafi. Sigurvegarinn er síðan klæddir í Græna jakkann fræga og er þá umkringdur fyrrum meisturum sem allir eru í sínum grænu jökkum. Græni jakkinn var fyrst afhentur árið 1949. Þeir Mastersmeistarar sem keppa á mótinu fá einnig aðgengi að sérstökum búningsklefa þar sem aðeins fyrrum meistarar hafa aðgengi. Þarna er aðstaða fyrir 28 kylfinga og í miðjum klefanum má sjá bikarinn og græna jakkann sem keppt er um hverju sinni. Það eru mjög strangar reglur fyrir áhorfendur og þeir mega meðal annars ekki bera farsíma. Þeir mega heldur ekki hlaupa en verðið á veitingum er líka mjög lágt eða eins og mótið sé fast í gamla tímanum sem það er að vissu leyti. Það er líka mjög erfitt að komast yfir miða á mótið. Scottie Scheffler kæðir Jon Rahm í græna jakkann í fyrra.Getty/Ross Kinnaird Hvernig fór í fyrra? Spánverjinn Jon Rahm er ríkjandi meistari eftir eftirminnilegan sigur á mótinu í fyrra. Hann endaði fjórum höggum á undan þeim Brooks Koepka og Phil Mickelson. Rahm kom til baka eftir skelfilega byrjun því hann fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu eftir að hafa fjórpúttað. Hann lék hinar sautján holur dagsins á níu höggum undir pari. Veðrið var til vandræða á mótinu í fyrra og því þurfti Rahm að spila þrjátíu holur á lokadeginum. Hann var í stuði á lokadeginum og tryggði sér sigurinn. Rahm varði fjórði Spánverjinn til að vinna Mastersmótið og fyrsti evrópski kylfingurinn sem nær því að vinna bæði Mastersmótið og Opna bandaríska meistaramótið. Aðeins þrír kylfingar hafa unnið Mastersmótið tvö ár í röð en það eru Jack Nicklaus (1966), Nick Faldo (1990) og Tiger Woods (2002). Það mun því reyna á Rahm í titilvörninni. Tiger Woods og Jack Nicklaus.The Open Hver hefur unnið mótið oftast? Þetta er 88. Mastersmótið frá upphafi en fyrsta mótið fór fram árið 1934. Jack Nicklaus hefur unnið það oftast eða alls sex sinnum. Nicklaus vann mótið fyrst árið 1963 þegar hann var 23 ára gamall en vann það í síðasta skiptið árið 1986 þegar hann var 46 ára. Tiger Woods hefur unnið Mastersmótið fimm sinnum og Arnold Palmer heitinn fjórum sinnum. Sautján kylfingar hafa náð því að vinna mótið oftast en einu sinni en alls hafa 56 kylfingar fengið að klæðast græna jakkanum. 39 þeirra eru Bandaríkjamenn, fjórir eru frá Spáni, þrír frá Suður-Afríku og tveir frá Englandi. AP/David J. Phillip Er Tiger Woods að spila? Tiger Woods hefur lítið spilað að undanförnu og hætti á miðju móti á eina golfmóti sínu á þessu tímabili. Hann ætlar samt að vera með og getur tryggt sér met með því að komast í gegnum niðurskurðinn. Það yrði 24. Mastersmótið í röð þar sem hann myndi ná því að spila á helginni. Hinn 48 ára gamli Tiger er samt enn að jafna sig eftir bílslysið árið 2021. Hann hætti keppni á þriðja hring í fyrra vegna meiðslanna en reynir enn á ný við sjötta titilinn og þar sem metjöfnun. Woods segist lifa með sársauka á hverjum degi en að hann taki verkjalyf svo hann geti spilað. Samkvæmt fréttum úr hans herbúðum þá ætlar Tiger að gefa allt í þetta og setti sjálfan sig meðal annars í kynlífsbann til að spara orkuna. Scottie SchefflerGetty/Logan Bowles Hver er sigurstranglegastur? Það eru margir tilkallaðir en efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er efstu hjá flestum spámönnum. Scheffler vann Mastersmótið árið 2022 og hefur unnið Players meistaramótið undanfarin tvö ár. Rory McIlroy er númer tvö á heimslistanum og hefur unnið öll risamótin nema Mastersmótið. Það eru margir sem vonast til þess að Norður-Írinn nái að loka hringnum. Núverandi meistari, Jon Rahm, er þriðji á heimslistanum og gæti komist í fámennan hóp þeirra sem hafa unnið mótið tvö ár í röð. Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigurlaunin eru græni jakkinn sem sigurvegarinn fær að klæðast eftir að mótinu lýkur. Sigur á mótinu tryggir viðkomandi sæti í elítuhópi og gefur honum þátttökurétt á Mastersmótinu um ókomna tíð. Þá skiptir ekki máli hversu gamall þú ert eða hvernig þú ert að spila. Þú, sem Mastersmeistari, ert alltaf velkominn á Augusta National golfvöllinn. Masters er einn af hápunktum golfársins og mótið í ár verður í þráðbeinni á sportstöðvum Stöðvar 2 alla fjóra dagana. Hvernig horfir þú á mótið? Allir dagarnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst klukkan 19.00 í kvöld, morgun og laugardaginn og stendur yfir þar til keppni lýkur þá daga. Á sunnudaginn, lokadag mótsins, hefst útsending með upphitun klukkan 17.30 og útsending frá mótinu hefst síðan klukkan 18.00. Þar kemur síðan í ljós hver fær að klæðast græna jakkanum. Allt á Stöð 2 Sport 4. Jon Rahm með kylfusveini sínum í hvíta samfestingnum.Getty/Patrick Smith Sérstakir siðir og venjur á mótinu Mastersmótið sker sig úr hinu hefðbundna risamóti og ekki síst fyrir þær sérstöku hefðir og venjur sem eru við lýði á mótinu. Mótið fer alltaf fram á sama velli sem Augusta National golfvöllurinn í Georgíufylki þar sem holurnar eru skírðar eftir trjám eða gróðri sem er í kringum viðkomandi holu. Á miðvikudegi fyrir móti fer fram Par þrjú holukeppni þar sem kylfingar spila allar holurnar á vellinum sem eru með par þrjú. Þarna er létt og skemmtileg stemmning og fjölskyldumeðlimir kylfinga fylgja þeim oft. Kylfusveinar keppenda þurfa allir að klæðast hvítum samfestingi. Til ársins 1983 þá varð þetta að vera kylfusveinn sem Augusta National golfklúbburinn útvegaði. Frá 1983 hafa kylfingar mátt koma með sinn eigin kylfusvein. Á þriðjudagskvöldinu býður ríkjandi meistari öllum Mastersmeistuum í kvöldverð. Þetta byrjaði árið 1952 þegar aðeins ellefu kylfingar höfðu unnið en þeim hefur fjölgað mikið síðan. Meistarinn ræður matseðlinum og þekkt er þegar Tiger Woods bauð upp á ostborgara og kjúklingasamlokum árið 1998. Hann var þá yngsti sigurvegarinn frá upphafi. Sigurvegarinn er síðan klæddir í Græna jakkann fræga og er þá umkringdur fyrrum meisturum sem allir eru í sínum grænu jökkum. Græni jakkinn var fyrst afhentur árið 1949. Þeir Mastersmeistarar sem keppa á mótinu fá einnig aðgengi að sérstökum búningsklefa þar sem aðeins fyrrum meistarar hafa aðgengi. Þarna er aðstaða fyrir 28 kylfinga og í miðjum klefanum má sjá bikarinn og græna jakkann sem keppt er um hverju sinni. Það eru mjög strangar reglur fyrir áhorfendur og þeir mega meðal annars ekki bera farsíma. Þeir mega heldur ekki hlaupa en verðið á veitingum er líka mjög lágt eða eins og mótið sé fast í gamla tímanum sem það er að vissu leyti. Það er líka mjög erfitt að komast yfir miða á mótið. Scottie Scheffler kæðir Jon Rahm í græna jakkann í fyrra.Getty/Ross Kinnaird Hvernig fór í fyrra? Spánverjinn Jon Rahm er ríkjandi meistari eftir eftirminnilegan sigur á mótinu í fyrra. Hann endaði fjórum höggum á undan þeim Brooks Koepka og Phil Mickelson. Rahm kom til baka eftir skelfilega byrjun því hann fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu eftir að hafa fjórpúttað. Hann lék hinar sautján holur dagsins á níu höggum undir pari. Veðrið var til vandræða á mótinu í fyrra og því þurfti Rahm að spila þrjátíu holur á lokadeginum. Hann var í stuði á lokadeginum og tryggði sér sigurinn. Rahm varði fjórði Spánverjinn til að vinna Mastersmótið og fyrsti evrópski kylfingurinn sem nær því að vinna bæði Mastersmótið og Opna bandaríska meistaramótið. Aðeins þrír kylfingar hafa unnið Mastersmótið tvö ár í röð en það eru Jack Nicklaus (1966), Nick Faldo (1990) og Tiger Woods (2002). Það mun því reyna á Rahm í titilvörninni. Tiger Woods og Jack Nicklaus.The Open Hver hefur unnið mótið oftast? Þetta er 88. Mastersmótið frá upphafi en fyrsta mótið fór fram árið 1934. Jack Nicklaus hefur unnið það oftast eða alls sex sinnum. Nicklaus vann mótið fyrst árið 1963 þegar hann var 23 ára gamall en vann það í síðasta skiptið árið 1986 þegar hann var 46 ára. Tiger Woods hefur unnið Mastersmótið fimm sinnum og Arnold Palmer heitinn fjórum sinnum. Sautján kylfingar hafa náð því að vinna mótið oftast en einu sinni en alls hafa 56 kylfingar fengið að klæðast græna jakkanum. 39 þeirra eru Bandaríkjamenn, fjórir eru frá Spáni, þrír frá Suður-Afríku og tveir frá Englandi. AP/David J. Phillip Er Tiger Woods að spila? Tiger Woods hefur lítið spilað að undanförnu og hætti á miðju móti á eina golfmóti sínu á þessu tímabili. Hann ætlar samt að vera með og getur tryggt sér met með því að komast í gegnum niðurskurðinn. Það yrði 24. Mastersmótið í röð þar sem hann myndi ná því að spila á helginni. Hinn 48 ára gamli Tiger er samt enn að jafna sig eftir bílslysið árið 2021. Hann hætti keppni á þriðja hring í fyrra vegna meiðslanna en reynir enn á ný við sjötta titilinn og þar sem metjöfnun. Woods segist lifa með sársauka á hverjum degi en að hann taki verkjalyf svo hann geti spilað. Samkvæmt fréttum úr hans herbúðum þá ætlar Tiger að gefa allt í þetta og setti sjálfan sig meðal annars í kynlífsbann til að spara orkuna. Scottie SchefflerGetty/Logan Bowles Hver er sigurstranglegastur? Það eru margir tilkallaðir en efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er efstu hjá flestum spámönnum. Scheffler vann Mastersmótið árið 2022 og hefur unnið Players meistaramótið undanfarin tvö ár. Rory McIlroy er númer tvö á heimslistanum og hefur unnið öll risamótin nema Mastersmótið. Það eru margir sem vonast til þess að Norður-Írinn nái að loka hringnum. Núverandi meistari, Jon Rahm, er þriðji á heimslistanum og gæti komist í fámennan hóp þeirra sem hafa unnið mótið tvö ár í röð.
Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31