„Það verður hátíð næstu daga“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 15:01 Sigmundur Einar Másson mun lýsa Masters mótinu á Stöð 2 Sport um helgina. Vísir/Sigurjón Golfsérfræðingurinn Sigmundur Einar Másson segir að ekki sé annað hægt en að búast við veislu í kvöld og næstu daga, þegar Masters-mótið í golfi fer fram á Augusta-vellinum. Upphafi mótsins var reyndar seinkað í dag, um tvo og hálfan tíma, vegna rigningar og það gæti haft þau áhrif að ekki takist öllum að ljúka fyrsta hring í dag. „Völlurinn mun verða blautur í dag en inn í helgina er veðurspáin allt önnur. Það verður bara gaman að sjá hvað gerist í dag,“ segir Sigmundur sem mun lýsa mótinu á Stöð 2 Sport 4. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Masters-mótið hefst í dag Aðspurður hverjir séu líklegastir til að berjast um sigur á mótinu segir Sigmundur: „Það er náttúrulega Scottie Scheffler, kylfingur númer eitt á heimslista. Það er varla til sú vinnustaðakeppni þar sem Scottie Scheffler er ekki efstur hjá öllum. En svo er líka þarna sigurvegarinn frá því í fyrra, Jon Rahm, en það eru einungis þrír sem hafa varið græna jakkann. Svo eru fleiri sögur. Viktor Hovland og Brooks Koepka eru þarna uppi, og svo er það stóra sagan um Rory McIlroy sem reynir að sækja stóru slemmuna, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Hann hefur áður átt möguleika og nú kemur í ljós hvort hann fær möguleika á sunnudaginn.“ Fyrir utan þessa kylfinga og fleiri verður einnig fróðlegt að fylgjast með gengi Tiger Woods sem fimm sinnum hefur unnið mótið og klæðst græna jakkanum – síðast árið 2019. „Það er hrikalega mikil spenna og þetta hefur íslenska golfsumarið. Mánudaginn eftir Masters flykkjast kylfingarnir út og byrja að skoða hvað er í gangi. Það verður hátíð næstu daga,“ segir Sigmundur. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Upphafi mótsins var reyndar seinkað í dag, um tvo og hálfan tíma, vegna rigningar og það gæti haft þau áhrif að ekki takist öllum að ljúka fyrsta hring í dag. „Völlurinn mun verða blautur í dag en inn í helgina er veðurspáin allt önnur. Það verður bara gaman að sjá hvað gerist í dag,“ segir Sigmundur sem mun lýsa mótinu á Stöð 2 Sport 4. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Masters-mótið hefst í dag Aðspurður hverjir séu líklegastir til að berjast um sigur á mótinu segir Sigmundur: „Það er náttúrulega Scottie Scheffler, kylfingur númer eitt á heimslista. Það er varla til sú vinnustaðakeppni þar sem Scottie Scheffler er ekki efstur hjá öllum. En svo er líka þarna sigurvegarinn frá því í fyrra, Jon Rahm, en það eru einungis þrír sem hafa varið græna jakkann. Svo eru fleiri sögur. Viktor Hovland og Brooks Koepka eru þarna uppi, og svo er það stóra sagan um Rory McIlroy sem reynir að sækja stóru slemmuna, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Hann hefur áður átt möguleika og nú kemur í ljós hvort hann fær möguleika á sunnudaginn.“ Fyrir utan þessa kylfinga og fleiri verður einnig fróðlegt að fylgjast með gengi Tiger Woods sem fimm sinnum hefur unnið mótið og klæðst græna jakkanum – síðast árið 2019. „Það er hrikalega mikil spenna og þetta hefur íslenska golfsumarið. Mánudaginn eftir Masters flykkjast kylfingarnir út og byrja að skoða hvað er í gangi. Það verður hátíð næstu daga,“ segir Sigmundur. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag.
Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31