Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. Tindastóll lék í fyrsta sinn í efstu deild 2021 en stoppaði stutt við þá. Liðið leiðrétti þau mistök hins vegar strax, lenti í 2. sæti Lengjudeildarinnar 2022 og vann sér sæti í Bestu deildinni á ný. Stólarnir héldu sér svo uppi í fyrra með því að enda í 7. sæti. Liðið leikur því áfram í Bestu deildinni í sumar. grafík/bjarki Stærstu tíðindin af Króknum í vetur eru þau að Murielle Tiernan er farin í Fram. Bandaríski framherjinn lék í fimm ár með Stólunum og skoraði 98 mörk í 102 deildarleikjum fyrir þá. Reyndar voru aðeins tíu í Bestu deildinni en Murielle skilur samt eftir sig stórt skarð sem erfitt gæti reynst að fylla. grafík/bjarki Sú sem á að gera það er Jordyn Rhoades, markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans vestanhafs. Mikil ábyrgð er á hennar herðum en hún þarf líka að fá hjálp hjá félögum sínum í framlínunni, meiri en Murielle fékk í fyrra. Tindastóll skoraði aðeins fjórtán mörk í hefðbundinni deildarkeppni en lagaði tölfræðina talsvert með því að skora tíu mörk í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Stólarnir fengu einnig annan leikmann úr bandaríska háskólaboltanum; miðjumanninn Gabrielle Johnson. Þá var mikilvægt að halda markverðinum Monicu Wilhelm og varnarmanninum Gwendolyn Mummert frá síðasta tímabili. Í leikmannahópi Tindastóls er nokkuð þéttur kjarni heimastúlkna og þjálfarinn, Halldór Jón Sigurðsson, er reyndur og fær. Hann vill eflaust sjá Stólana nýta heimavöllinn aðeins betur en í fyrra. Liðið vann til að mynda fleiri útileiki (4) en heimaleiki (3) í fyrra. Ef það verður lagað aukast möguleikar Tindastóls á að vera réttu megin við strikið í lok móts verulega. Lykilmenn Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður Fylgist með Birgitta Rún Finnbogadóttir fékk nasanefinn af Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á Birgitta eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Í besta/versta falli Ef Rhodes fyllir Murielle-skarðið og Stólarnir ná að byggja ofan á gott síðasta sumar getur liðið endurtekið leikinn frá því í fyrra og náð 7. sætinu. Úrslitakeppni efri hlutans virðist hins vegar ansi fjarlægur draumur. En ef hlutirnir ganga ekki upp og Stólarnir falla ofan í fen annars tímabilsins gætu þeir hæglega fallið. Besta deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. Tindastóll lék í fyrsta sinn í efstu deild 2021 en stoppaði stutt við þá. Liðið leiðrétti þau mistök hins vegar strax, lenti í 2. sæti Lengjudeildarinnar 2022 og vann sér sæti í Bestu deildinni á ný. Stólarnir héldu sér svo uppi í fyrra með því að enda í 7. sæti. Liðið leikur því áfram í Bestu deildinni í sumar. grafík/bjarki Stærstu tíðindin af Króknum í vetur eru þau að Murielle Tiernan er farin í Fram. Bandaríski framherjinn lék í fimm ár með Stólunum og skoraði 98 mörk í 102 deildarleikjum fyrir þá. Reyndar voru aðeins tíu í Bestu deildinni en Murielle skilur samt eftir sig stórt skarð sem erfitt gæti reynst að fylla. grafík/bjarki Sú sem á að gera það er Jordyn Rhoades, markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans vestanhafs. Mikil ábyrgð er á hennar herðum en hún þarf líka að fá hjálp hjá félögum sínum í framlínunni, meiri en Murielle fékk í fyrra. Tindastóll skoraði aðeins fjórtán mörk í hefðbundinni deildarkeppni en lagaði tölfræðina talsvert með því að skora tíu mörk í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Stólarnir fengu einnig annan leikmann úr bandaríska háskólaboltanum; miðjumanninn Gabrielle Johnson. Þá var mikilvægt að halda markverðinum Monicu Wilhelm og varnarmanninum Gwendolyn Mummert frá síðasta tímabili. Í leikmannahópi Tindastóls er nokkuð þéttur kjarni heimastúlkna og þjálfarinn, Halldór Jón Sigurðsson, er reyndur og fær. Hann vill eflaust sjá Stólana nýta heimavöllinn aðeins betur en í fyrra. Liðið vann til að mynda fleiri útileiki (4) en heimaleiki (3) í fyrra. Ef það verður lagað aukast möguleikar Tindastóls á að vera réttu megin við strikið í lok móts verulega. Lykilmenn Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður Fylgist með Birgitta Rún Finnbogadóttir fékk nasanefinn af Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á Birgitta eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Í besta/versta falli Ef Rhodes fyllir Murielle-skarðið og Stólarnir ná að byggja ofan á gott síðasta sumar getur liðið endurtekið leikinn frá því í fyrra og náð 7. sætinu. Úrslitakeppni efri hlutans virðist hins vegar ansi fjarlægur draumur. En ef hlutirnir ganga ekki upp og Stólarnir falla ofan í fen annars tímabilsins gætu þeir hæglega fallið.
Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður
Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00