Danski tvíburinn sló óvænt í gegn fyrir myrkur Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 07:30 Nicolai Højgaard glaðbeitur á Augusta-vellinum í Georgíu í gær. Getty/Jamie Squire Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrsta hring á Masters-mótinu í golfi. Ekki náðu allir að ljúka hringnum í gær og þar á meðal er Daninn Nicolai Höjgaard sem er í 3. sæti á sínu fyrsta Masters-móti. DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Golf Masters-mótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Golf Masters-mótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira