Metið innan seilingar hjá Tiger Woods Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 19:45 Tiger Woods er með augun á boltanum Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Tiger Woods skrifi nafn sitt í sögubækur Masters mótaraðarinnar í kvöld og komist í gegnum niðurskurð á 24. mótinu í röð. 50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira