Vatnið alltaf heillað þrátt fyrir mikla hræðslu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 09:55 Guðbjörg Lind opnaði nýverið sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur. Sandra Dögg „Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd,“ segir myndlistarkonan Guðbjörg Lind. Hún opnaði nýverið sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Fjallið var Kjarvalsmálverk ömmu hennar Blaðamaður ræddi við Guðbjörgu en listin hefur alla tíð verið hluti af hennar lífi. „Mjög snemma var ég farin að teikna og mála. Ég man eftir að hafa setið við eldhúsgluggann hjá ömmu í Tangagötunni á Ísafirði þar sem síbreytileg fjallshlíðin blasti við eins og veggur. Hún sagði að fjallið væri sitt Kjarvalsmálverk. Þessi afstaða ömmu til umhverfisins átti sinn þátt í að opna augu mín fyrir náttúrunni. Átján ára var ég komin inn í Myndlista- og handíðaskólann og stefndi á að verða myndmenntakennari. Þegar ég hafði næstum lokið því námi vissi ég að ég yrði að fara í málaradeild og tók þrjú ár þar. Þá́ varð ekki aftur snúið.“ Guðbjörg ásamt syni sínum, tónlistarmanninum Marteini eða Bangerboy. Aðsend Ægifegurð sjávar Myndlist Guðbjargar sprettur út frá umhverfi æsku hennar vestur á fjörðum. „Fjöllin og útsýnið úr stofuglugganum heima á Hlíðarvegi yfir á Snæfjallaströndina og út á Djúpið þar sem móðurafi minn fórst ásamt syni sínum. Kannski er það þess vegna sem sjórinn vekur með mér einhverja ógn í kyrrð sinni og ofsa þegar hann rýkur upp. Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd. Þessar blendnu tilfinningar, hrifningin og óttinn, eru kannski kveikjan að þessari miklu áherslu á vatnið í verkum mínum. Á sýningunni minni núna beini ég athygli minni að sjávarfletinum þar sem eyjar eða bátar fljóta í yfirborðinu og fjallshlíðar og eyrar teygja sig út á hafflötinn.“ Kaffistellið umrædda. Aðsend Nýtt landslag í dag Sömuleiðis segist hún upptekin af nýju landslagi sem blasir á fjörðunum nú. „Nefnilega sjóeldiskvíunum sem vekja upp margar spurningar. Á gólf sýningarsalarins má sjá innsetningu sem inniheldur kaffistell en bæði bátarnir og bollarnir eru gamlir kunningjar sem kynslóðirnar hafa umgengist af varúð. Bollarnir eru jafn mismunandi og varirnar sem snertu þá og við nánari athugun reynast sumir þeirra varðveita síðustu dropa liðinna gæðastunda og spádóma sem sumir eiga enn eftir að rætast.“ Málverk eftir Guðbjörgu Lind. Aðsend Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 til 18:00. Myndlist Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fjallið var Kjarvalsmálverk ömmu hennar Blaðamaður ræddi við Guðbjörgu en listin hefur alla tíð verið hluti af hennar lífi. „Mjög snemma var ég farin að teikna og mála. Ég man eftir að hafa setið við eldhúsgluggann hjá ömmu í Tangagötunni á Ísafirði þar sem síbreytileg fjallshlíðin blasti við eins og veggur. Hún sagði að fjallið væri sitt Kjarvalsmálverk. Þessi afstaða ömmu til umhverfisins átti sinn þátt í að opna augu mín fyrir náttúrunni. Átján ára var ég komin inn í Myndlista- og handíðaskólann og stefndi á að verða myndmenntakennari. Þegar ég hafði næstum lokið því námi vissi ég að ég yrði að fara í málaradeild og tók þrjú ár þar. Þá́ varð ekki aftur snúið.“ Guðbjörg ásamt syni sínum, tónlistarmanninum Marteini eða Bangerboy. Aðsend Ægifegurð sjávar Myndlist Guðbjargar sprettur út frá umhverfi æsku hennar vestur á fjörðum. „Fjöllin og útsýnið úr stofuglugganum heima á Hlíðarvegi yfir á Snæfjallaströndina og út á Djúpið þar sem móðurafi minn fórst ásamt syni sínum. Kannski er það þess vegna sem sjórinn vekur með mér einhverja ógn í kyrrð sinni og ofsa þegar hann rýkur upp. Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd. Þessar blendnu tilfinningar, hrifningin og óttinn, eru kannski kveikjan að þessari miklu áherslu á vatnið í verkum mínum. Á sýningunni minni núna beini ég athygli minni að sjávarfletinum þar sem eyjar eða bátar fljóta í yfirborðinu og fjallshlíðar og eyrar teygja sig út á hafflötinn.“ Kaffistellið umrædda. Aðsend Nýtt landslag í dag Sömuleiðis segist hún upptekin af nýju landslagi sem blasir á fjörðunum nú. „Nefnilega sjóeldiskvíunum sem vekja upp margar spurningar. Á gólf sýningarsalarins má sjá innsetningu sem inniheldur kaffistell en bæði bátarnir og bollarnir eru gamlir kunningjar sem kynslóðirnar hafa umgengist af varúð. Bollarnir eru jafn mismunandi og varirnar sem snertu þá og við nánari athugun reynast sumir þeirra varðveita síðustu dropa liðinna gæðastunda og spádóma sem sumir eiga enn eftir að rætast.“ Málverk eftir Guðbjörgu Lind. Aðsend Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 til 18:00.
Myndlist Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira