„Þetta fór svolítið mikið yfir á þeirra forsendur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2024 22:13 Ólafur Kristjánsson stýrði kvennaliði í fyrsta sinn í kvöld. vísir / anton brink „Bara gott að vera komin í gang. Jafntefli, auðvitað hefði ég viljað sigur en ég held þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit“ sagði Ólafur Kristjánsson að leik Fylkis og Þróttar loknum. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan. Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira