Jón Páll Pálmason, þjálfari ÍH, greindi frá því á samfélagsmiðlunum X í gær að þessar tvær hetjur muni leiða línu liðsins er það mætir liði Hafna í Skessunni í Hafnarfirði í kvöld.
Þessir verða ljósbláir á morgun og leiða línuna í tvöfaldri Sacchi línu JP.
— Jón Páll Pálmason (@jonpall_) April 24, 2024
Skessan klukkan 16.30 #IH
🌹🗻 pic.twitter.com/mLy6QJb1VP
Lennon er 36 ára og hætti fótboltaiðkun eftir síðustu leiktíð og er að þjálfa yngri flokka hjá FH. Atli er þremur árum eldri og lagði skóna á hilluna árið 2020.
Leikurinn fer fram klukkan 16:30 í Skessunni í dag.
Uppfært kl. 9:00: Þeir Atli og Lennon eru enn skráðir leikmenn FH í kerfum KSÍ en félagsskiptaglugginn lokaði á miðnætti í gær. Því er spurning hvort þeir verði löglegir í leik dagsins.