„Þetta einvígi er bara rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2024 22:41 Gunnar Magnússon fer ekki fram úr sér þrátt fyrir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann þriggja marka sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Mosfellinga, var eðlilega ánægður með sína menn. „Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
„Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira