Það má sjá staðfest félagsskipti hans á heimasíðu KSÍ. Næsti leikur Hauka er í dag á heimavelli á móti Bestu deildar liði Vestra í Mjólkurbikarnum.
Guðjón er að fara aftur heim á Ásvelli því hann er uppalinn í Haukum og lék með liðinu fyrst árið 2006 og svo aftur tímabilin 2009 til 2010.
Haukarnir fengu því þrjá uppalda leikmenn heim í gær því einnig var tilkynnt um að þeir Hallur Húni Þorsteinsson og Óliver Steinar Guðmundsson yrði með liðinu í sumar þar sem Haukarnir reyna að vinna sér sæti í Lengjudeildinni á ný.
Guðjón Pétur lék 21 leik með Haukum í efstu deild á sínum tíma og er leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild og sá þriðji markahæsti (3).
Hann hjálpaði Haukum að komast upp úr B-deildinni 2009 en yfirgaf félagið eftir að Haukarnir féllu aftur niður í B-deildina haustið 2010.
Í viðtali við fótbolta.net þá sagði Guðjón fyrr í vetur að hann setti stefnuna á að spila í Bestu deildinni í sumar.
„Þetta þarf að vera nógu spennandi svo ég stökkvi á það. Er í sjálfstæðum rekstri með góðum mönnum og nóg að gera. Síðustu daga hafa komið nokkrir kostir og hef ég verið að melta þá. Ég er þakklátur Heimi og FH fyrir að fá að æfa við top aðstæður og Ben styrktarþjálfari er orðinn nýr besti vinur. Ég efast ekki um að ég geti styrkt fullt af liðum og kannski gerist eitthvað spennandi annað kvöld," segir Guðjón Pétur við fótbolta.net.