Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni Aron Guðmundsson skrifar 28. apríl 2024 08:00 Björgvin Páll í fyrri leik Vals og Minaur Baia Mare Vísir/Hulda Margrét „Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár. Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú. Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira