Tíu lið úr Bestu deildinni voru í pottinum, fimm úr Lengjudeildinni og eitt úr 3. deildinni. Það er ÍH sem dróst gegn Fram.
Víkingur, sem hefur orðið bikarmeistari fjórum sinnum í röð, mætir Grindavík á útivelli.
Sem fyrr sagði mætast Stjarnan og KR í Garðabænum. Fylkir og HK og KA og Vestri eigast einnig við í innbyrðis leikjum liða úr Bestu deildinni.
Keflavík, sem sló Breiðablik út í gær, mætir ÍA, Afturelding fær Val í heimsókn og Fjölnir og Þór leiða saman hesta sína í Grafarvoginum.
Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 16. og 17. maí.
Sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla
- Fram-ÍH
- Keflavík-ÍA
- KA-Vestri
- Fylkir-HK
- Stjarnan-KR
- Afturelding-Valur
- Fjölnir-Þór
- Grindavík-Víkingur