Handbolti

Teitur hafði betur í Íslendingaslagnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú í leik dagsins.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú í leik dagsins. Getty/Marius Becker

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu 35-32 útisigur á Íslendingaliði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi en Flensburgarar voru sterkari á lokakaflanum og sigldu þriggja marka sigri í höfn.

Teitur var öflugur í leiknum og skoraði sex marka Flensburgar. Hann spilaði allan leikinn þrátt fyrir nárameiðsli sem plaga hann.

Viggó Kristjánsson spilaði um 25 mínútur fyrir Leipzig og skoraði fimm mörk. Leipzig er þjálfað af Rúnari Sigtryggssyni.

Flensburg er í fínum málum í þriðja sæti deildarinnr með 44 stig eftir 29 leiki. Leipzig er með 27 stig í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×