Sveinn til Kolstad og vill ólmur læra af Gullerud Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 16:30 Sveinn Jóhannsson spilar með Kolstad á næstu leiktíð. Kolstad Handball Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson verður einn af þremur Íslendingum hjá norska stórliðinu Kolstad á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning þess efnis. Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn. Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn.
Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira