Segir að móðurhlutverkið hafi gert sig að betri leikmanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2024 09:00 Sandra María Jessen með dóttur sína, Ellu Ylví, eftir landsleik Íslands og Wales síðasta haust. vísir/diego Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta, segist hafa orðið betri leikmaður eftir að hún eignaðist barn. Landsliðskonan á tveggja ára gamla dóttur, Ellu Ylví, og hefur því í nægu að snúast meðfram fótboltanum. Hún segir að það gangi þó vel að halda öllum boltum lífsins á lofti. „Ég vil meina að þetta hafi gert mig einhvern veginn og á einhvern hátt að betri fótboltakonu,“ sagði Sandra í samtali við Vísi. Hún hefur skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum Þórs/KA í Bestu deildinni í sumar. Akureyringurinn segist sjá hlutina í öðru ljósi eftir að hún varð mamma. „Ég hef lært að kunna að meta ýmsa þætti. Ég fer inn í leiki, kannski ekki með öðruvísi hugarfar, en þakklát fyrir að geta verið enn að spila. Þetta er bara fótbolti og lífið er meira en fótbolti. Maður gerir bara það sem maður getur. Það að hafa eignast dóttur hefur kennt mér það, sömuleiðis meiðslin sem ég hef lent í,“ sagði Sandra sem hefur slitið krossband í hné í tvígang. „Þetta er alveg púsluspil, að vera með lítið barn og heimili og hugsa um sig sem atvinnumann. Þetta er mikil vinna en mér finnst hún ganga vel. Mér finnst Þór/KA styðja mig eins vel og hægt er. Við gerum þetta öll saman hérna og ég er með rosalega gott bakland sem hjálpar mér líka. Þegar uppi var staðið held ég þetta hjálpi mér að vera betri fótboltakona.“ Sandra vann sér aftur sæti í landsliðinu eftir að hún eignaðist dóttur sína og hefur leikið níu landsleiki síðasta árið. Alls eru landsleikirnir fjörutíu og mörkin sex. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Landsliðskonan á tveggja ára gamla dóttur, Ellu Ylví, og hefur því í nægu að snúast meðfram fótboltanum. Hún segir að það gangi þó vel að halda öllum boltum lífsins á lofti. „Ég vil meina að þetta hafi gert mig einhvern veginn og á einhvern hátt að betri fótboltakonu,“ sagði Sandra í samtali við Vísi. Hún hefur skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum Þórs/KA í Bestu deildinni í sumar. Akureyringurinn segist sjá hlutina í öðru ljósi eftir að hún varð mamma. „Ég hef lært að kunna að meta ýmsa þætti. Ég fer inn í leiki, kannski ekki með öðruvísi hugarfar, en þakklát fyrir að geta verið enn að spila. Þetta er bara fótbolti og lífið er meira en fótbolti. Maður gerir bara það sem maður getur. Það að hafa eignast dóttur hefur kennt mér það, sömuleiðis meiðslin sem ég hef lent í,“ sagði Sandra sem hefur slitið krossband í hné í tvígang. „Þetta er alveg púsluspil, að vera með lítið barn og heimili og hugsa um sig sem atvinnumann. Þetta er mikil vinna en mér finnst hún ganga vel. Mér finnst Þór/KA styðja mig eins vel og hægt er. Við gerum þetta öll saman hérna og ég er með rosalega gott bakland sem hjálpar mér líka. Þegar uppi var staðið held ég þetta hjálpi mér að vera betri fótboltakona.“ Sandra vann sér aftur sæti í landsliðinu eftir að hún eignaðist dóttur sína og hefur leikið níu landsleiki síðasta árið. Alls eru landsleikirnir fjörutíu og mörkin sex.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira