„Maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2024 14:18 Viðar Örn Kjartansson sneri aftur heim til Íslands í vetur eftir áratug í atvinnumennsku erlendis. Vísir/Vilhelm Viðar Örn Kjartansson segir að fjarvera sín í leik KA og KR hafi verið blásin full mikið upp og segir málinu lokið. Hann segist enn eiga eitthvað í land til að komast í sitt besta form en er staðráðinn í að hjálpa KA-mönnum að komast á sigurbraut. Viðar var ekki í leikmannahópi KA í leiknum gegn KR í Bestu deildinni á sunnudaginn. Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, sagði að hann hefði ekki verið valinn í hóp. „Hann er bara ekki í hóp, var ekki valinn í hóp, hann er að vinna í sínum málum með form og fleira og svo bara gerir hann sitt besta í næstu viku og reynir að komast í hópinn í næsta leik,“ sagði Hallgrímur við Vísi. Sjálfur vill Viðar ekki gefa upp skýringuna sem hann fékk frá þjálfara KA, af hverju hann hefði ekki verið valinn í hópinn gegn KR. „Það er bara milli mín og félagsins og þjálfarans. Ég lít á það sem búið mál í dag. Ég einbeiti mér bara að leiknum um næstu helgi. Þetta hefur verið nógu mikið í fjölmiðlum og blásið upp. Það sem maður heyrir í fjölmiðlum á ekki alltaf við mikil rök að styðjast. Eins og ég segi er þetta innanbúðar mál og við erum búnir að leysa þetta. Ég er kominn með hausinn á næsta leik,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. Næsti leikur KA er gegn Val á Hlíðarenda á laugardaginn. Skil ekki hvernig það stenst Í Stúkunni í gær sagði Guðmundur Benediktsson að Viðar hafi verið fjarverandi á æfingu KA á leikdegi. „Hingað til höfum við ekki verið með æfingu á leikdegi þannig ég veit ekki hvernig það stenst? En jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp en það er ekkert sem við erum ekki búnir að leysa,“ sagði Viðar. „Það sem maður sér og heyrir í fjölmiðlum er ekkert sem maður er að pæla í. Það á kannski ekki við rök að styðjast. En eins og ég sagði er þetta búið og ég get ekki beðið eftir að gera mig kláran í næsta leik.“ Viðar hafði ekki spilað fótbolta í næstum því hálft ár þegar hann kom til KA og eðlilega vantaði því talsvert upp á leikform hjá honum. Hann segist vera að vinna í því en viðurkennir að það hafi tekið lengri tíma en hann bjóst við. Margir fljótari í form en ég „Þegar ég kom hafði ég ekki spilað fótbolta í fimm mánuði, meira jafnvel, og var að glíma við smá meiðsli í hné. Ég var bara 70-80 prósent á vellinum og ekki kominn í stand heldur,“ sagði Viðar. Viðar lék meðal annars með Malmö í atvinnumennskunni.Getty/Lars Dareberg „Maður er orðinn eldri og það tekur lengri tíma að komast í form og það fullt af hlutum sem þarf að huga að. Það er skarpleiki, leikform og allt þetta. Þetta tekur sinn tíma. Ég hélt ég myndi gerast hraðar. Ég er bara búinn að koma inn á í leikjum og þetta tekur tíma. Það eru margir leikmenn sem eru fljótari í form en ég. Það er það eina sem ég einbeiti mér að núna.“ Viðar viðurkennir að hann eigi eitthvað í land með að komast í sitt besta form en hann sér til lands. Búinn að leggja mikið á sig „Það er margt sem maður þarf að hugsa um. Þegar maður spilar ekki fótbolta í svona langan tíma fer takturinn og það tekur tíma að komast í alhliða form. Svo þarftu sjálfstraust og það er fullt af hlutum sem þarf að huga að og það kemur með tímanum. Ég get alveg sagt að ég er búinn að leggja ansi mikið á mig á æfingasvæðinu til að komast í mitt besta form og vonandi fer að styttast í það.“ Viðar segist kunna vel við sig á Akureyri og vera vanur að vera umtalsefni fólks. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Þetta sem maður hefur séð í fjölmiðlum síðustu tvo daga er leiðinlegt en maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur þannig að það er eitthvað sem ég reiknaði með,“ sagði Viðar. Viðar Örn fagnar einu fjögurra marka sinna fyrir íslenska landsliðið.EPA/Liselotte Sabroe „Mér líkar vel á Akureyri og fyrir utan úrslitin hef ég verið mjög ánægður hér. En við þurfum að fara að vinna leiki. Þá fær liðið meira sjálfstraust og hlutirnir verða auðveldari. Það er frekar erfitt þegar enginn leikur hefur unnist. En ég hef fulla trú á liðinu og að við förum að ná í úrslit. Mér finnst við vera spila aðeins betur og ég get ekki beðið eftir því að hjálpa liðinu við það verkefni.“ KA er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar með einungis tvö stig eftir fimm leiki. Fjórir þeirra hafa verið á heimavelli. Besta deild karla KA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Viðar var ekki í leikmannahópi KA í leiknum gegn KR í Bestu deildinni á sunnudaginn. Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, sagði að hann hefði ekki verið valinn í hóp. „Hann er bara ekki í hóp, var ekki valinn í hóp, hann er að vinna í sínum málum með form og fleira og svo bara gerir hann sitt besta í næstu viku og reynir að komast í hópinn í næsta leik,“ sagði Hallgrímur við Vísi. Sjálfur vill Viðar ekki gefa upp skýringuna sem hann fékk frá þjálfara KA, af hverju hann hefði ekki verið valinn í hópinn gegn KR. „Það er bara milli mín og félagsins og þjálfarans. Ég lít á það sem búið mál í dag. Ég einbeiti mér bara að leiknum um næstu helgi. Þetta hefur verið nógu mikið í fjölmiðlum og blásið upp. Það sem maður heyrir í fjölmiðlum á ekki alltaf við mikil rök að styðjast. Eins og ég segi er þetta innanbúðar mál og við erum búnir að leysa þetta. Ég er kominn með hausinn á næsta leik,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. Næsti leikur KA er gegn Val á Hlíðarenda á laugardaginn. Skil ekki hvernig það stenst Í Stúkunni í gær sagði Guðmundur Benediktsson að Viðar hafi verið fjarverandi á æfingu KA á leikdegi. „Hingað til höfum við ekki verið með æfingu á leikdegi þannig ég veit ekki hvernig það stenst? En jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp en það er ekkert sem við erum ekki búnir að leysa,“ sagði Viðar. „Það sem maður sér og heyrir í fjölmiðlum er ekkert sem maður er að pæla í. Það á kannski ekki við rök að styðjast. En eins og ég sagði er þetta búið og ég get ekki beðið eftir að gera mig kláran í næsta leik.“ Viðar hafði ekki spilað fótbolta í næstum því hálft ár þegar hann kom til KA og eðlilega vantaði því talsvert upp á leikform hjá honum. Hann segist vera að vinna í því en viðurkennir að það hafi tekið lengri tíma en hann bjóst við. Margir fljótari í form en ég „Þegar ég kom hafði ég ekki spilað fótbolta í fimm mánuði, meira jafnvel, og var að glíma við smá meiðsli í hné. Ég var bara 70-80 prósent á vellinum og ekki kominn í stand heldur,“ sagði Viðar. Viðar lék meðal annars með Malmö í atvinnumennskunni.Getty/Lars Dareberg „Maður er orðinn eldri og það tekur lengri tíma að komast í form og það fullt af hlutum sem þarf að huga að. Það er skarpleiki, leikform og allt þetta. Þetta tekur sinn tíma. Ég hélt ég myndi gerast hraðar. Ég er bara búinn að koma inn á í leikjum og þetta tekur tíma. Það eru margir leikmenn sem eru fljótari í form en ég. Það er það eina sem ég einbeiti mér að núna.“ Viðar viðurkennir að hann eigi eitthvað í land með að komast í sitt besta form en hann sér til lands. Búinn að leggja mikið á sig „Það er margt sem maður þarf að hugsa um. Þegar maður spilar ekki fótbolta í svona langan tíma fer takturinn og það tekur tíma að komast í alhliða form. Svo þarftu sjálfstraust og það er fullt af hlutum sem þarf að huga að og það kemur með tímanum. Ég get alveg sagt að ég er búinn að leggja ansi mikið á mig á æfingasvæðinu til að komast í mitt besta form og vonandi fer að styttast í það.“ Viðar segist kunna vel við sig á Akureyri og vera vanur að vera umtalsefni fólks. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Þetta sem maður hefur séð í fjölmiðlum síðustu tvo daga er leiðinlegt en maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur þannig að það er eitthvað sem ég reiknaði með,“ sagði Viðar. Viðar Örn fagnar einu fjögurra marka sinna fyrir íslenska landsliðið.EPA/Liselotte Sabroe „Mér líkar vel á Akureyri og fyrir utan úrslitin hef ég verið mjög ánægður hér. En við þurfum að fara að vinna leiki. Þá fær liðið meira sjálfstraust og hlutirnir verða auðveldari. Það er frekar erfitt þegar enginn leikur hefur unnist. En ég hef fulla trú á liðinu og að við förum að ná í úrslit. Mér finnst við vera spila aðeins betur og ég get ekki beðið eftir því að hjálpa liðinu við það verkefni.“ KA er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar með einungis tvö stig eftir fimm leiki. Fjórir þeirra hafa verið á heimavelli.
Besta deild karla KA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira