„Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2024 10:00 Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF, segir áhugamálið vera Rubik's kubba, en hann og sonur hans ásamt fleirum fóru í fyrra til Grænlands, þar sem þeir gáfu krökkum í Nuuk 130 kubba og stóðu fyrir alþjóðlegu kubbamóti. Vísir/Vilhelm Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF finnst gaman að elda og elskar ítalska eldhúsið og að vinna með villibráð sem hann veiðir sjálfur. Pétur segir börnin sín betur kunna að meta matseldina hans nú en þegar þau voru yngri. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er venjulega kominn á fætur um sjöleytið á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á því að klæða mig og tek svo stutta hugleiðslu áður en ég fer út í bíl. Ég er búsettur í Hafnarfirðinum og því góður tími til þess að hringja einhver símtöl, viðskiptavinir okkar á meginlandinu vakna snemma, eða bara njóta þess að hlusta á Morgunvaktina á Rás 1 í línulegri dagskrá. Síðustu tíu ár hef ég byrjað alla virka daga þegar það er mögulegt í litlu líkamsræktarstöðinni í Hilton Nordica. Þar notaleg kaffiaðstaða, þar sem ég tek fyrsta bolla dagsins um leið og ég fer í gegnum netmiðlana eða spjalla við æfingafélagana. Ég æfi þrjá daga í viku, hina tvo læt ég duga að fara bara í pottinn eftir góða kaffistund.“ Á skalanum 1-10, hvaða einkunn myndi heimilisfólkið gefa þér fyrir eldamennsku? „Ég held að í dag fái ég nokkuð góða einkunn fyrir eldamennsku. Mér finnst gaman að elda, elska ítalska eldhúsið og vinn líka mikið með villibráð sem ég veiði sjálfur. Það er þó líklegt að einkunnin hafi hækkað með árunum, börnin mín kunna betur að meta matseðilinn minn í dag en þau gerðu þegar þau voru yngri. Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið. Helsta gagnrýnin sem ég fæ á eldamennskuna er að ég ekki til í að brytja grænmeti og salat sem ég ber fram niður í smátt. Ég vil bera það fram sem heillegast og leyfa þeim sem borðar að skera það niður sjálfur.“ Pétur segist í grunninn frekar óskipulagður og hvatvís en býr svo vel að því að eiga gott samstarfsfólk sem er með frábæra skipulagshæfileika. Enda kalli starfið oft á slíkt, ekki síst þegar unnið er með þýskum ferðamarkaði þar sem horft er langt fram í tímann og allt utanumhald þarf að vera sérstaklega vel skipulagt.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er núna að setja mig inn í hlutverk formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem ég tók að mér fyrir nokkrum vikum. Þetta er ekki fullt starf en í mörg horn að líta og margt sem nauðsynlegt er að kynna sér. Ég er til dæmis nýkominn úr frábærri þriggja daga ferð með starfsfólki SAF um suðurland, þar sem við heimsóttum félagsmenn okkar. Ég hef undanfarnar vikur sömuleiðis verið að hitta fólk í stjórnkerfinu sem tengist ferðaþjónustunni. Í mínu daglega starfi erum við að byrja að undirbúa ferðaárið 2025, innkaupin eru hafin og við að taka mikilvægar ákvarðanir bæði er varða innkaupin sjálf sem og verðlagningu langt fram í tímann. Verðbólgan, vaxtastig, gengisþróun og launakostnaður hafa mikil áhrif og mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir þessa þætti þegar verð á vörum okkar er ákveðið fram til haustsins 2025. Í þessari vinnu er reynslan mikilvægust. Til viðbótar er ég í mjög skemmtilegu verkefni sem snýst um áhugamálið. Í fyrra fórum ég og sonur minn ásamt vini hans og héldum Rubik’s kubba námskeið og fyrsta alþjóðlega kubbamótið í Nuuk á Grænlandi. Við gáfum krökkum í Nuuk 130 kubba og þetta heppnaðist frábærlega vel. Nú í júní erum við að skipuleggja að gera þetta aftur bæði í Nuuk og í Illulisaat. Fræið sem við sáðum þarna í fyrra varð til þess að myndaðist lítið kubbasamfélag í Nuuk sem hittist vikulega til þess að kubba saman. Við ætlum að halda áfram og stækka þetta verkefni í sumar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota Google dagatalið mitt í símanum til þess að halda utanum dagana hjá mér sem geta stundum verið þétt setnir. Það sem ekki ratar í dagatalið hjá mér er í mikilli hættu á að gleymast í dagsins önn. Í grunninn er ég frekar óskipulagður og hvatvís og mér líkar best að horfa stutt fram í tímann og sinna þeim verkefnum sem kalla á mig á hverri stundu dagsins. Ég nýt þess sem betur fer að eiga gott samstarfsfólk og vera með fólk í kringum mig með frábæra skipulagshæfileika. Verkefnin sem tengjast Þýskalandi og þýska ferðamarkaðnum krefjast þess að horft sé langt fram í tímann og að skipulag og utanumhald sé gott.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að leggjast upp í rúm klukkan ellefu, eina leiðin fyrir mig til þess að “sofa út” er að fara fyrr að sofa á kvöldin.“ Kaffispjallið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Krökkunum finnst hálf hallærislegt að mamman kunni Friends þættina utan að Berglind Óskarsdóttir, fata- og fylgihlutahönnuður hefur verið búsett ásamt þremur börnum sínum í Mílanó á Ítalíu síðastliðin átta ár. Best finnst henni að drekka morgunbollann úti í garði, hlustandi á fuglana synga, lesa fréttir og skrolla á Instagram. 4. maí 2024 10:02 Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01 Ljúfustu stundirnar þegar allir eru saman í hjónarúminu Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, segist þora að fullyrða að partígestir að austan kunni upp til hópa allir að dansa við ákveðinn indverskan popp slagara. 20. apríl 2024 10:00 „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er venjulega kominn á fætur um sjöleytið á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á því að klæða mig og tek svo stutta hugleiðslu áður en ég fer út í bíl. Ég er búsettur í Hafnarfirðinum og því góður tími til þess að hringja einhver símtöl, viðskiptavinir okkar á meginlandinu vakna snemma, eða bara njóta þess að hlusta á Morgunvaktina á Rás 1 í línulegri dagskrá. Síðustu tíu ár hef ég byrjað alla virka daga þegar það er mögulegt í litlu líkamsræktarstöðinni í Hilton Nordica. Þar notaleg kaffiaðstaða, þar sem ég tek fyrsta bolla dagsins um leið og ég fer í gegnum netmiðlana eða spjalla við æfingafélagana. Ég æfi þrjá daga í viku, hina tvo læt ég duga að fara bara í pottinn eftir góða kaffistund.“ Á skalanum 1-10, hvaða einkunn myndi heimilisfólkið gefa þér fyrir eldamennsku? „Ég held að í dag fái ég nokkuð góða einkunn fyrir eldamennsku. Mér finnst gaman að elda, elska ítalska eldhúsið og vinn líka mikið með villibráð sem ég veiði sjálfur. Það er þó líklegt að einkunnin hafi hækkað með árunum, börnin mín kunna betur að meta matseðilinn minn í dag en þau gerðu þegar þau voru yngri. Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið. Helsta gagnrýnin sem ég fæ á eldamennskuna er að ég ekki til í að brytja grænmeti og salat sem ég ber fram niður í smátt. Ég vil bera það fram sem heillegast og leyfa þeim sem borðar að skera það niður sjálfur.“ Pétur segist í grunninn frekar óskipulagður og hvatvís en býr svo vel að því að eiga gott samstarfsfólk sem er með frábæra skipulagshæfileika. Enda kalli starfið oft á slíkt, ekki síst þegar unnið er með þýskum ferðamarkaði þar sem horft er langt fram í tímann og allt utanumhald þarf að vera sérstaklega vel skipulagt.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er núna að setja mig inn í hlutverk formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem ég tók að mér fyrir nokkrum vikum. Þetta er ekki fullt starf en í mörg horn að líta og margt sem nauðsynlegt er að kynna sér. Ég er til dæmis nýkominn úr frábærri þriggja daga ferð með starfsfólki SAF um suðurland, þar sem við heimsóttum félagsmenn okkar. Ég hef undanfarnar vikur sömuleiðis verið að hitta fólk í stjórnkerfinu sem tengist ferðaþjónustunni. Í mínu daglega starfi erum við að byrja að undirbúa ferðaárið 2025, innkaupin eru hafin og við að taka mikilvægar ákvarðanir bæði er varða innkaupin sjálf sem og verðlagningu langt fram í tímann. Verðbólgan, vaxtastig, gengisþróun og launakostnaður hafa mikil áhrif og mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir þessa þætti þegar verð á vörum okkar er ákveðið fram til haustsins 2025. Í þessari vinnu er reynslan mikilvægust. Til viðbótar er ég í mjög skemmtilegu verkefni sem snýst um áhugamálið. Í fyrra fórum ég og sonur minn ásamt vini hans og héldum Rubik’s kubba námskeið og fyrsta alþjóðlega kubbamótið í Nuuk á Grænlandi. Við gáfum krökkum í Nuuk 130 kubba og þetta heppnaðist frábærlega vel. Nú í júní erum við að skipuleggja að gera þetta aftur bæði í Nuuk og í Illulisaat. Fræið sem við sáðum þarna í fyrra varð til þess að myndaðist lítið kubbasamfélag í Nuuk sem hittist vikulega til þess að kubba saman. Við ætlum að halda áfram og stækka þetta verkefni í sumar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota Google dagatalið mitt í símanum til þess að halda utanum dagana hjá mér sem geta stundum verið þétt setnir. Það sem ekki ratar í dagatalið hjá mér er í mikilli hættu á að gleymast í dagsins önn. Í grunninn er ég frekar óskipulagður og hvatvís og mér líkar best að horfa stutt fram í tímann og sinna þeim verkefnum sem kalla á mig á hverri stundu dagsins. Ég nýt þess sem betur fer að eiga gott samstarfsfólk og vera með fólk í kringum mig með frábæra skipulagshæfileika. Verkefnin sem tengjast Þýskalandi og þýska ferðamarkaðnum krefjast þess að horft sé langt fram í tímann og að skipulag og utanumhald sé gott.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að leggjast upp í rúm klukkan ellefu, eina leiðin fyrir mig til þess að “sofa út” er að fara fyrr að sofa á kvöldin.“
Kaffispjallið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Krökkunum finnst hálf hallærislegt að mamman kunni Friends þættina utan að Berglind Óskarsdóttir, fata- og fylgihlutahönnuður hefur verið búsett ásamt þremur börnum sínum í Mílanó á Ítalíu síðastliðin átta ár. Best finnst henni að drekka morgunbollann úti í garði, hlustandi á fuglana synga, lesa fréttir og skrolla á Instagram. 4. maí 2024 10:02 Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01 Ljúfustu stundirnar þegar allir eru saman í hjónarúminu Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, segist þora að fullyrða að partígestir að austan kunni upp til hópa allir að dansa við ákveðinn indverskan popp slagara. 20. apríl 2024 10:00 „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Krökkunum finnst hálf hallærislegt að mamman kunni Friends þættina utan að Berglind Óskarsdóttir, fata- og fylgihlutahönnuður hefur verið búsett ásamt þremur börnum sínum í Mílanó á Ítalíu síðastliðin átta ár. Best finnst henni að drekka morgunbollann úti í garði, hlustandi á fuglana synga, lesa fréttir og skrolla á Instagram. 4. maí 2024 10:02
Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01
Ljúfustu stundirnar þegar allir eru saman í hjónarúminu Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, segist þora að fullyrða að partígestir að austan kunni upp til hópa allir að dansa við ákveðinn indverskan popp slagara. 20. apríl 2024 10:00
„Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00
„Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00