Kom fram sem stórstjarna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. maí 2024 13:02 Álfgrímur Aðalsteinsson er maðurinn á bak við poppstjörnuna Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi. Maðurinn á bak við Blossa er sviðshöfundaneminn Álfgrímur Aðalsteinsson en að hans sögn er ýmislegt framundan hjá Blossa. Í fréttatilkynningu segir: „Það myndaðist mikil örvænting á Instagram í síðustu viku þegar hinir ýmsu frægu einstaklingar reyndu að útvega sér miða á útgáfutónleika Blossa. Fyrirkomulagið var lotterí þar sem fólk gat sótt um miða. Færri komust að en vildu og mikil stemning myndaðist strax fyrir utan Iðnó. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Blossi sjálfur mætti. Tónleikarnir voru virkilega metnaðarfullir. Blossi flutti öll lögin af nýútgefinni plötu Le Blossi ásamt óútgefnu efni. Með honum á sviðinu voru sex dansarar en Júlía Kolbrún Sigurðardóttir var danshöfundur tónleikasýningarinnar. Blossi, sem var stíliseraður af Kötlu Yamagata, var klæddur í hvítmálað lífstykki, körfuboltabuxur með demantsnælum og 17. aldar skyrtu. Stemningin var svo gríðarleg á tónleikunum að slagur brast út í áhorfendaskaranum. Það kom svo í ljós að þetta voru dansarar og leiddi það yfir í flutning á laginu Le Blossi sem var að mati margra hápunktur tónleikanna.“ View this post on Instagram A post shared by BLOSSI (@blossimusic) Meðal tónleikagesta voru margar af Reykjavíkurdætrum og var skvísustemningin í hámarki. Álfgrímur Aðalsteinsson semur tónlistina ásamt tónlistarfólkinu Kolbrúnu Óskarsdóttur (KUSK) og Hrannari Mána Ólafssyni (Óviti). Hér má hlusta á Blossa á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: Fólk beið í röð til að komast inn. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Það var mikil stemning á tónleikunum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Sérmerktur Blossa hattur. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansarar léku listir sínar á sviðinu og tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Kolbrún og Hrannar voru einnig á sviðinu. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Steiney, Karítas og Þura Stína Reykjavíkurdætur létu sig ekki vanta. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Blossi lék sér með áhorfendum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansararnir klæddust hvítu í stíl við hvítmálað lífsstykki og hvíta skyrtu Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Maðurinn á bak við Blossa er sviðshöfundaneminn Álfgrímur Aðalsteinsson en að hans sögn er ýmislegt framundan hjá Blossa. Í fréttatilkynningu segir: „Það myndaðist mikil örvænting á Instagram í síðustu viku þegar hinir ýmsu frægu einstaklingar reyndu að útvega sér miða á útgáfutónleika Blossa. Fyrirkomulagið var lotterí þar sem fólk gat sótt um miða. Færri komust að en vildu og mikil stemning myndaðist strax fyrir utan Iðnó. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Blossi sjálfur mætti. Tónleikarnir voru virkilega metnaðarfullir. Blossi flutti öll lögin af nýútgefinni plötu Le Blossi ásamt óútgefnu efni. Með honum á sviðinu voru sex dansarar en Júlía Kolbrún Sigurðardóttir var danshöfundur tónleikasýningarinnar. Blossi, sem var stíliseraður af Kötlu Yamagata, var klæddur í hvítmálað lífstykki, körfuboltabuxur með demantsnælum og 17. aldar skyrtu. Stemningin var svo gríðarleg á tónleikunum að slagur brast út í áhorfendaskaranum. Það kom svo í ljós að þetta voru dansarar og leiddi það yfir í flutning á laginu Le Blossi sem var að mati margra hápunktur tónleikanna.“ View this post on Instagram A post shared by BLOSSI (@blossimusic) Meðal tónleikagesta voru margar af Reykjavíkurdætrum og var skvísustemningin í hámarki. Álfgrímur Aðalsteinsson semur tónlistina ásamt tónlistarfólkinu Kolbrúnu Óskarsdóttur (KUSK) og Hrannari Mána Ólafssyni (Óviti). Hér má hlusta á Blossa á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: Fólk beið í röð til að komast inn. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Það var mikil stemning á tónleikunum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Sérmerktur Blossa hattur. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansarar léku listir sínar á sviðinu og tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Kolbrún og Hrannar voru einnig á sviðinu. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Steiney, Karítas og Þura Stína Reykjavíkurdætur létu sig ekki vanta. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Blossi lék sér með áhorfendum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansararnir klæddust hvítu í stíl við hvítmálað lífsstykki og hvíta skyrtu Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira