Hér má sjá tónlistarmyndbandið:
„Lagið er 120 slög á mínútu, sem er engin tilviljun en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó,“ bætir Jónfrí við.
Varð til í kaffipásu
Ólafur Bjarki er stofnandi tónlistartæknifyrirtækisins Genki Instruments en Jónfrí er sjálfstætt starfandi hönnuður.
„Við fengum Jón inn í smá leyniverkefni hjá okkur, hann hentaði rosa vel því hann er fínn hönnuður en gjörsamlega græjusjúkur. Svo í einhverri kaffipásu förum við að pæla í að gera músík saman og viku seinna er lagið tilbúið,“ segir Ólafur Bjarki.

Jónfrí gaf á dögunum út plötuna Draumur um Bronco en hljómsveit hans var til að mynda tilnefnd til tveggja verðlauna á Íslensku hlustendaverðlaununum og ætlar að fagna þessu öllu saman með tónleikum í IÐNÓ föstudaginn 17. maí. Þar stígur einnig á stokk indie sveitin Julian Civilian.
„Það er ekki á hverjum degi sem maður gefur út sína fyrstu plötu, svo við ætlum að halda gott partý í Iðnó næsta föstudag. Það verður sápukúluvél og það verður gaman.“

Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð. Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick.