Valsmenn eru fyrsta íslenska liðið í 44 ár til að spila til úrslita í Evrópukeppni og um helgina fer fyrri úrslitaleikurinn fram.
Valur fær þá gríska liðið Olympiacos í heimsókn og þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn út í Grikklandi eftir viku.
Valsliðið hefur unnið alla tólf leiki sína til þessa í keppninni en átta þeirra hafa verið á útivelli.
Íslenskt félagslið hefur aldrei unnið Evrópukeppni í boltagreinum og Valsmenn eru því í dauðafæri til að skrifa nýjan kafla í söguna.
Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn og það má horfa á hann hér fyrir neðan.
Leikurinn við Olympiacos er klukkan 17.00 á laugardaginn og fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda.