Hefur fest rætur á Íslandi eftir örlagaríkt símtal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2024 09:02 Kyle McLagan frá Kansas hefur skotið rótum á Íslandi. vísir/vilhelm Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Kyle McLagan verið einn besti leikmaður Bestu deildar karla í sumar. Hann hefur verið sem klettur í vörn Fram sem er óþekkjanleg frá fyrri árum. Kyle kom fyrst hingað til lands í hálfgerðu bríaríi fyrir nokkrum árum en hefur fest rætur á klakanum og nýtur lífsins hér. Kyle sneri aftur til Fram frá Víkingi fyrir tímabilið en hann lék áður með liðinu á árunum 2020-21. Undir stjórn Rúnars Kristinssonar hefur Fram náð í tíu stig í fyrstu sex umferðunum og er í 5. sæti Bestu deildarinnar. Liðið, sem fékk samtals á sig 119 mörk tímabilin 2022 og 2023, hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í sumar. „Það er gott að vera byrjaður aftur að spila. Þú öðlast aðra sýn á leikinn þegar þú kemur til baka eftir meiðsli. Ég spilaði ekki í ár og var áhorfandi á þeim tíma,“ sagði Kyle í samtali við Vísi. „Við í liðinu erum hæstánægðir með byrjunina en það er mikið eftir og við þurfum að halda áfram að standa okkur.“ Kyle nýtur þess að spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar hjá Fram.vísir/vilhelm Kyle segir að þéttari varnarleikur sé lykilinn að góðri byrjun Fram á tímabilinu. „Rúnar á stóran þátt í þessu. Komu hans fylgdi mikill spenningur. Hann er með skýra hugmynd hvernig hann vill spila og hvað hann vill laga, sem var vörnin. Hann vildi fækka mörkunum sem við fengum á okkur og við höfum einbeitt okkur að því. Við höfum fengið á okkur fæst mörk í deildinni,“ sagði Kyle. „Rúnar kom með gott skipulag og nokkra leikmenn með sér. Sjálfstraustið sem hann hefur gefið okkur á stóran þátt í því hvernig okkur hefur gengið.“ Meiri fagmennska á nýjum stað Kyle segir margt hafa breyst hjá Fram síðan hann yfirgaf félagið 2021. Fyrir það fyrsta er Fram komið með nýtt heimili. „Þá spiluðum við í Safamýri. Félagið hefur breyst mikið. Aðstæðurnar í Úlfarsárdalnum eru frábærar og örugglega einar þær bestu á landinu. Allt er nýtt, við erum með frábæra þjálfara, búningsklefinn hefur breyst og fagmennskan er meiri. Þetta er meira eins og stórt félag eins og það var í gamla daga. Kyle gekk í Furman háskólann og lék svo í Danmörku áður en hann kom til Íslands.vísir/vilhelm Kyle fæddist 1995 og er verður 29 ára síðar á árinu. Hann er frá Kansas í Missouri og gekk í Furman háskólann í Suður-Karólínu, þann sama og körfuboltamaðurinn Kristófer Acox. Eftir að hafa spilað í heimalandinu fór Kyle til Danmerkur þar sem hann lék með Roskilde. Hann yfirgaf félagið í miðju kórónuveirufaraldrinum, sumarið 2020, og heyrði þá í Aðalsteini Aðalsteinssyni sem var aðstoðarþjálfari Fram. Kominn til landsins tveimur dögum eftir símtalið „Ég hringdi í Steina - sonur hans [Arnór Daði] spilaði með bróður mínum í Furman - til að leita að tækifæri á Íslandi og 48 tímum eftir fyrsta símtal var ég kominn til Íslands og búinn að skrifa undir samning. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ sagði Kyle sem hefur búið hér á landi síðan hann kom sumarið 2020. Ég á íslenska kærustu og fyrir mig hefur Ísland verið frábær blanda af miklum lífsgæðum, góðum fótbolta og ágætis launum. Ég hef haldið kyrru fyrir. Kyle spilaði með Fram seinni hluta tímabilsins 2020 og sumarið á eftir spilaði hann 21 af 22 leikjum Fram sem vann Lengjudeildina án þess að tapa leik. Hann samdi þá við Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lærdómsríkur tími í Víkinni „Tíminn hjá Víkingi var góður, allavega fyrra árið,“ sagði Kyle sem varð bikarmeistari með Víkingi 2022. En hann sleit krossband skömmu fyrir mót í fyrra og missti fyrir vikið af öllu síðasta tímabili. „Ég elskaði tímann hjá félaginu. Andrúmsloftið var frábært, leikmennirnir, þjálfararnir og stuðningsmennirnir líka. Ég lærði mikið af Kára [Árnasyni], Sölva [Geir Ottesen] og auðvitað af Arnari [Gunnlaugssyni]. Þetta voru tvö frábær ár. Ég lærði mikið innan vallar sem utan og þetta var rétt og gott skref á ferlinum og ég hef ekkert nema gott um Víking að segja. Ég vildi að seinna árið hefði farið öðruvísi en svona er lífið og fótboltinn,“ sagði Kyle. Á enn nokkur prósent inni Hann segir að endurhæfingin eftir krossbandsslitið hafi gengið vel en vill þó meina að hann eigi enn eitthvað inni. „Ég er að nálgast mitt besta form en á enn einn gír inni,“ sagði Kyle og bætti við að leikkerfi Fram hjálpi sér og geri hlutina þægilegri. Kyle og félagar hans í Fram mæta ÍA annað kvöld.vísir/vilhelm „Að spila í fimm mann vörn er kannski þægilegra en að spila í fjögurra manna vörn. Það veitir mér meira öryggi og hefur kannski gert mér auðveldara fyrir að spila níutíu mínútur á ný. Ég er kannski 90-95 prósent klár en finnst ég ekki enn vera kominn í mitt besta form.“ En hver eru markmið hans og Frammara fyrir tímabilið? „Okkur finnst raunsætt að stefna á að vera meðal efstu sex liðanna og þegar þú talar um það talarðu um Evrópusæti. Hvað mig persónulega varðar langar mig að vera hundrað prósent og komast í mitt besta form. Það eru markmiðin,“ sagði Kyle að lokum. Besta deild karla Fram Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Kyle sneri aftur til Fram frá Víkingi fyrir tímabilið en hann lék áður með liðinu á árunum 2020-21. Undir stjórn Rúnars Kristinssonar hefur Fram náð í tíu stig í fyrstu sex umferðunum og er í 5. sæti Bestu deildarinnar. Liðið, sem fékk samtals á sig 119 mörk tímabilin 2022 og 2023, hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í sumar. „Það er gott að vera byrjaður aftur að spila. Þú öðlast aðra sýn á leikinn þegar þú kemur til baka eftir meiðsli. Ég spilaði ekki í ár og var áhorfandi á þeim tíma,“ sagði Kyle í samtali við Vísi. „Við í liðinu erum hæstánægðir með byrjunina en það er mikið eftir og við þurfum að halda áfram að standa okkur.“ Kyle nýtur þess að spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar hjá Fram.vísir/vilhelm Kyle segir að þéttari varnarleikur sé lykilinn að góðri byrjun Fram á tímabilinu. „Rúnar á stóran þátt í þessu. Komu hans fylgdi mikill spenningur. Hann er með skýra hugmynd hvernig hann vill spila og hvað hann vill laga, sem var vörnin. Hann vildi fækka mörkunum sem við fengum á okkur og við höfum einbeitt okkur að því. Við höfum fengið á okkur fæst mörk í deildinni,“ sagði Kyle. „Rúnar kom með gott skipulag og nokkra leikmenn með sér. Sjálfstraustið sem hann hefur gefið okkur á stóran þátt í því hvernig okkur hefur gengið.“ Meiri fagmennska á nýjum stað Kyle segir margt hafa breyst hjá Fram síðan hann yfirgaf félagið 2021. Fyrir það fyrsta er Fram komið með nýtt heimili. „Þá spiluðum við í Safamýri. Félagið hefur breyst mikið. Aðstæðurnar í Úlfarsárdalnum eru frábærar og örugglega einar þær bestu á landinu. Allt er nýtt, við erum með frábæra þjálfara, búningsklefinn hefur breyst og fagmennskan er meiri. Þetta er meira eins og stórt félag eins og það var í gamla daga. Kyle gekk í Furman háskólann og lék svo í Danmörku áður en hann kom til Íslands.vísir/vilhelm Kyle fæddist 1995 og er verður 29 ára síðar á árinu. Hann er frá Kansas í Missouri og gekk í Furman háskólann í Suður-Karólínu, þann sama og körfuboltamaðurinn Kristófer Acox. Eftir að hafa spilað í heimalandinu fór Kyle til Danmerkur þar sem hann lék með Roskilde. Hann yfirgaf félagið í miðju kórónuveirufaraldrinum, sumarið 2020, og heyrði þá í Aðalsteini Aðalsteinssyni sem var aðstoðarþjálfari Fram. Kominn til landsins tveimur dögum eftir símtalið „Ég hringdi í Steina - sonur hans [Arnór Daði] spilaði með bróður mínum í Furman - til að leita að tækifæri á Íslandi og 48 tímum eftir fyrsta símtal var ég kominn til Íslands og búinn að skrifa undir samning. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ sagði Kyle sem hefur búið hér á landi síðan hann kom sumarið 2020. Ég á íslenska kærustu og fyrir mig hefur Ísland verið frábær blanda af miklum lífsgæðum, góðum fótbolta og ágætis launum. Ég hef haldið kyrru fyrir. Kyle spilaði með Fram seinni hluta tímabilsins 2020 og sumarið á eftir spilaði hann 21 af 22 leikjum Fram sem vann Lengjudeildina án þess að tapa leik. Hann samdi þá við Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lærdómsríkur tími í Víkinni „Tíminn hjá Víkingi var góður, allavega fyrra árið,“ sagði Kyle sem varð bikarmeistari með Víkingi 2022. En hann sleit krossband skömmu fyrir mót í fyrra og missti fyrir vikið af öllu síðasta tímabili. „Ég elskaði tímann hjá félaginu. Andrúmsloftið var frábært, leikmennirnir, þjálfararnir og stuðningsmennirnir líka. Ég lærði mikið af Kára [Árnasyni], Sölva [Geir Ottesen] og auðvitað af Arnari [Gunnlaugssyni]. Þetta voru tvö frábær ár. Ég lærði mikið innan vallar sem utan og þetta var rétt og gott skref á ferlinum og ég hef ekkert nema gott um Víking að segja. Ég vildi að seinna árið hefði farið öðruvísi en svona er lífið og fótboltinn,“ sagði Kyle. Á enn nokkur prósent inni Hann segir að endurhæfingin eftir krossbandsslitið hafi gengið vel en vill þó meina að hann eigi enn eitthvað inni. „Ég er að nálgast mitt besta form en á enn einn gír inni,“ sagði Kyle og bætti við að leikkerfi Fram hjálpi sér og geri hlutina þægilegri. Kyle og félagar hans í Fram mæta ÍA annað kvöld.vísir/vilhelm „Að spila í fimm mann vörn er kannski þægilegra en að spila í fjögurra manna vörn. Það veitir mér meira öryggi og hefur kannski gert mér auðveldara fyrir að spila níutíu mínútur á ný. Ég er kannski 90-95 prósent klár en finnst ég ekki enn vera kominn í mitt besta form.“ En hver eru markmið hans og Frammara fyrir tímabilið? „Okkur finnst raunsætt að stefna á að vera meðal efstu sex liðanna og þegar þú talar um það talarðu um Evrópusæti. Hvað mig persónulega varðar langar mig að vera hundrað prósent og komast í mitt besta form. Það eru markmiðin,“ sagði Kyle að lokum.
Besta deild karla Fram Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira