„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 07:01 Óskar Bjarni stýrir Valsliði í úrslitum Evrópubikarsins í kvöld. Hann hafði áður farið með liðið í undanúrslit árið 2017. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram. „Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“ Valur EHF-bikarinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
„Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira