„Aldrei verið jafn stolt af mér“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. maí 2024 11:32 María Agnesardóttir, MAIAA, frumsýnir hér tónlistarmyndband. Elvar Þór Baxter „Ég trúi ekki að þetta ævilanga markmið sé loksins komið út,“ segir tónlistarkonan María Agnesardóttir eða MAIAA eins og hún kallar sig. MAIAA var að senda frá sér plötu og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lag sitt Lovesick. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: MAIAA - Lovesick Safnaði sér fyrir tónlistinni „Stefanía Stef, leikstjóri og klippari, hafði samband við mig á Instagram um að vinna saman að tónlistarmyndbandi. Þaðan fæddist þessi svona hættukvendis „femme fatale“ hugmynd sem hún var með og gekk þetta samstarf okkar ótrúlega vel vel,“ segir MAIAA um ferlið. Tökurnar tóku tvo daga og stóðu yfir í tólf til sextán tíma hverju sinni. „Útkoman er miklu betri en ég bjóst við. Aldrei hef ég verið jafn stolt af mér og við það að klára þessa plötu og gera tónlistarmyndband allt úr mínum eigin vasa. Platan og tónlistarmyndbandið var samtals rétt yfir milljón krónur,“ segir MAIAA. Smá spennufall Hún segir fyndið og sérstakt að vinna að plötu og tónlistarmyndbandi í meira en ár og svo kemur þetta allt út fyrir allra augum og eyrum á einum degi. „Þetta er skrýtin tilfinning og maður fer í smá spennufall, þar sem maður er bara með venjulega dagvinnu líka þar sem fáir vita að ég geri tónlist alla daga, segir MAIAA og hlær. Hún segist hafa verið smeyk við að byrja í tónlistinni en er þakklát fyrir að hafa kýlt á það. „Ég er svo þakklát fyrir Baldvin Hlynsson fyrir það að taka mig undir sinn væng og hjálpa mér með fyrstu skrefin, semja með mér og pródúsera alla þessa EP plötu,“ segir MAIAA að lokum. Hér má hlusta á hana á streymisveitunni Spotify. Tónlist Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: MAIAA - Lovesick Safnaði sér fyrir tónlistinni „Stefanía Stef, leikstjóri og klippari, hafði samband við mig á Instagram um að vinna saman að tónlistarmyndbandi. Þaðan fæddist þessi svona hættukvendis „femme fatale“ hugmynd sem hún var með og gekk þetta samstarf okkar ótrúlega vel vel,“ segir MAIAA um ferlið. Tökurnar tóku tvo daga og stóðu yfir í tólf til sextán tíma hverju sinni. „Útkoman er miklu betri en ég bjóst við. Aldrei hef ég verið jafn stolt af mér og við það að klára þessa plötu og gera tónlistarmyndband allt úr mínum eigin vasa. Platan og tónlistarmyndbandið var samtals rétt yfir milljón krónur,“ segir MAIAA. Smá spennufall Hún segir fyndið og sérstakt að vinna að plötu og tónlistarmyndbandi í meira en ár og svo kemur þetta allt út fyrir allra augum og eyrum á einum degi. „Þetta er skrýtin tilfinning og maður fer í smá spennufall, þar sem maður er bara með venjulega dagvinnu líka þar sem fáir vita að ég geri tónlist alla daga, segir MAIAA og hlær. Hún segist hafa verið smeyk við að byrja í tónlistinni en er þakklát fyrir að hafa kýlt á það. „Ég er svo þakklát fyrir Baldvin Hlynsson fyrir það að taka mig undir sinn væng og hjálpa mér með fyrstu skrefin, semja með mér og pródúsera alla þessa EP plötu,“ segir MAIAA að lokum. Hér má hlusta á hana á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira