„Við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2024 14:12 Mínusmenn fá ekki nóg af því að spila saman. Íris Dögg Einarsdóttir Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi. Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“ Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“
Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira