„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. maí 2024 08:01 Óskar Bjarni Óskarsson er enn að ná sér niður eftir sigurinn sem var sérlega sætur. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira