„Svolítið eins og að standa nakinn inni í vita“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:00 Listamaðurinn Villi Jóns, til vinstri, var að opna sýningu í Akranesvita. Með honum er Barði Jóhannsson. Aðsend „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu,“ segir listamaðurinn Villi Jóns. Villi sérhæfir sig í myndlist og sjónlist en hann stendur fyrir sýningunni Tvídrangar sem staðsett er á annarri og þriðju hæð Akranesvitans. Það var mikil stemning í opnunarhófinu þar sem Elín Ey, Íris Tanja og Eyþór Ingi stigu meðal annars á stokk. „Þar sem blýants- og kolateikningar öðlast stærra rými í gegnum teikniforrit og stafræna miðla. Hvert einasta verk klýfur tvo dranga, annan áþreifanlegan og handunnin og hinn sem er stafrænn og unninn í listaskýi mest með rafblýant. Viðfangsefnin eru öll tvískinnungur með neikvæðum hliðum en á sama tíma sjúklega jákvæðum,“ segir í fréttatilkynningu. Prómó myndin fyrir sýninguna.Villi Jóns Villi segir að opnunin hafi heppnast mjög vel. „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu og þetta voru öll verk sem voru hjartanu næst, þannig að þetta var svolítið eins og að standa nakinn inni í vita,“ segir Villi hlæjandi og bætir við: „Elín Ey og Íris Tanja opnuðu sýninguna með ljúfri tónlist sem heillaði viðstadda upp úr skónum. Eyþór Ingi tók við og spilaði lögin With You og Dalinn en ég gerði einmitt kóverið og myndbandið við With you.“ Villi var einmitt í tónlist mest af, meðal annars í jaðarhljómsveitunum Worm is Green og Musik Zoo og hefur sömuleiðis samið rafræna tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar undir alls konar nöfnum. Nú hefur myndlistin tekið við. „Eyþór Ingi frumsýndi síðan myndband við lagið Leiðin heim en myndbandið er í raun Villi að teikna myndina við lagið. Um hundrað manns mættu á opnun í vitann sem var stútfullur af Þristum og stjörnurúllumm, dálæti listamannsins sem er með súkkulaðifíkn á lokastigi. Þetta er sölusýning með eftirprentum líka og sérstökum eintökum af Bananas. Villi kemur til með að heimsækja vitann og teikna í honum hér og þar fram að sýningarlokum en sýningin stendur fram í miðjan júní“ segir sömuleiðis í fréttatilkynningu. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Villi að hengja upp.Aðsend Sýningin kemur mjög skemmtilega út í vitanum.Aðsend Eyþór Ingi var í góðum gír.Aðsend Listræna parið Íris Tanja og Elín Ey tóku lagið.Aðsend Það var margt um manninn á opnuninni.Aðsend Gestir fengu að sjá videoverk og tónlistarmyndbönd.Aðsend Listunnendur á öllum aldri mættu.Aðsend Það var mikil listræn gleði í loftinu.Aðsend Rætt um listina.Aðsend Sýningarrýmið.Aðsend Myndlist Menning Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þar sem blýants- og kolateikningar öðlast stærra rými í gegnum teikniforrit og stafræna miðla. Hvert einasta verk klýfur tvo dranga, annan áþreifanlegan og handunnin og hinn sem er stafrænn og unninn í listaskýi mest með rafblýant. Viðfangsefnin eru öll tvískinnungur með neikvæðum hliðum en á sama tíma sjúklega jákvæðum,“ segir í fréttatilkynningu. Prómó myndin fyrir sýninguna.Villi Jóns Villi segir að opnunin hafi heppnast mjög vel. „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu og þetta voru öll verk sem voru hjartanu næst, þannig að þetta var svolítið eins og að standa nakinn inni í vita,“ segir Villi hlæjandi og bætir við: „Elín Ey og Íris Tanja opnuðu sýninguna með ljúfri tónlist sem heillaði viðstadda upp úr skónum. Eyþór Ingi tók við og spilaði lögin With You og Dalinn en ég gerði einmitt kóverið og myndbandið við With you.“ Villi var einmitt í tónlist mest af, meðal annars í jaðarhljómsveitunum Worm is Green og Musik Zoo og hefur sömuleiðis samið rafræna tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar undir alls konar nöfnum. Nú hefur myndlistin tekið við. „Eyþór Ingi frumsýndi síðan myndband við lagið Leiðin heim en myndbandið er í raun Villi að teikna myndina við lagið. Um hundrað manns mættu á opnun í vitann sem var stútfullur af Þristum og stjörnurúllumm, dálæti listamannsins sem er með súkkulaðifíkn á lokastigi. Þetta er sölusýning með eftirprentum líka og sérstökum eintökum af Bananas. Villi kemur til með að heimsækja vitann og teikna í honum hér og þar fram að sýningarlokum en sýningin stendur fram í miðjan júní“ segir sömuleiðis í fréttatilkynningu. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Villi að hengja upp.Aðsend Sýningin kemur mjög skemmtilega út í vitanum.Aðsend Eyþór Ingi var í góðum gír.Aðsend Listræna parið Íris Tanja og Elín Ey tóku lagið.Aðsend Það var margt um manninn á opnuninni.Aðsend Gestir fengu að sjá videoverk og tónlistarmyndbönd.Aðsend Listunnendur á öllum aldri mættu.Aðsend Það var mikil listræn gleði í loftinu.Aðsend Rætt um listina.Aðsend Sýningarrýmið.Aðsend
Myndlist Menning Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira