Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 09:48 Björn Skúlason, verðandi forsetaherra eða forsetamaður eða bara eiginmaður forseta, ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta. Vísir/Vilhelm Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur. Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur.
Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira