Masters-sigurvegarinn brotnaði saman þegar hann minntist Murrays Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2024 10:01 Scottie Scheffler minntist Graysons Murray með hlýhug. getty/Tim Heitman Fjöldi kylfinga kom saman í gær til að minnast Graysons Murray sem féll fyrir eigin hendi í síðasta mánuði. Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira