„Einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:52 Hallgrímur Jónasson var ánægður eftir 3-0 sigur sinna í Mjólkurbikarnum. vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður eftir að hafa tryggt KA farseðil í undanúrslit Mjólkurbikarsins með 3-0 sigri gegn Fram á heimavelli. Hvernig er tilfinningin að vera kominn í undanúrslit bikarsins? „Hún er bara góð. Við erum bara orðið bikarlið hérna í KA, eins og þú segir; þriðja árið í röð. Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Ánægður með hvernig strákarnir hafa tæklað þennan mótbyr sem er búinn að vera í gangi og við ætlum að nýta okkur það. Töluðum um það fyrir leikinn að nýta okkur bikarinn til að fá sjálfstraust til að fá okkur í gang. Það er búin að vera brekka í deildinni og fyrst og fremst þurfum við að bæta varnarleikinn og að vinna í dag og halda hreinu er æðislegt en ef maður er svekktur með eitthvað er það að við hefðum getað skorað mun fleiri mörk en eftir leikinn er mér alveg sama. Skorum þrjú flott mörk og höldum hreinu.” Leikurinn var jákvæður í alla staði fyrir KA liðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni en hélt í dag hreinu, skoraði þrjú mörk á mótu góðu varnarliði og er komið áfram í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að taka þetta með okkur og nýta okkur þetta. Þegar á móti blæs þá þarf maður að sýna úr hverju maður er gerður og þetta er akkúrat málið til að koma okkur í gang aftur og eins og þú segir á móti góðu Fram liði. Fram búið að standa sig mjög vel og Fram er uppáhalds liðið okkar KA manna í Reykjavík, þeir hjálpuðu okkur þvílíkt í fyrra og komu vel fram við okkur í okkar Evrópuævintýri en þrátt fyrir að við séum miklir Fram dýrkendum erum við rosalega ánægðir að geta unnið þá í dag.” Besta frammistaðan í sumar „Já ég myndi segja það”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort þetta hafi verið besta frammistaðan liðsins í sumar og hélt áfram: „Við höfum staðið okkur betur heldur en taflan segir í deildinni en þetta var mjög góð frammistaða og nú hlakkar okkur til að geta tekið þetta með okkur. Þetta léttir bara á mönnum, það fara nokkur kíló af sumum þegar loksins sigurinn kemur og svona sannfærandi sigur.” Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í dag og er kominn með fimm mörk á tímabilinu, jafn mörg og á öllu síðasta tímabili og er Hallgrímur ánægður með sinn mann. „Bjarni er æðislegur, ég er búinn að nota hann aðeins úr stöðu þegar okkur hefur vantað því að okkur hefur vantað leikmenn í sumar, það er bara þannig, sérstaklega fram á við. Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) í byrjun móts og Jakob (Snær Árnason) og svo misstum við menn fram á við þannig okkur er búið að vanta leikmenn og hann hefur fengið aðeins að leysa aðrar stöður en hann var frábær í dag en ég held því miður að hann sé kominn í bann.” Hundrað mörk Hallgríms Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA í dag sem gerir hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hvað þýðir Hallgrímur fyrir félagið KA? Hann þýðir bara svo ótrúlega mikið og hann á allt það hrós skilið sem hann hefur fengið. Hann hefur fengið mikið hrós og á það bara skilið. Hann er í ótrúlega góðu ásigkomulagi þó hann sé 34 ára er það bara einhver tala. Hann lendir erfiðum veikindum og lendir upp á sjúkrahúsi en hann var fljótur að koma inn og gera eitthvað fyrir okkur. Hann er bara frábær leikmaður og einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni og það er ekkert farið að hægjast á honum, hann er í ótrúlega góðu standi og duglegur að æfa þannig hann mun bara halda áfram að bæta við.” Þrír mjög ungir leikmenn komu við sögu hjá KA í dag; Valdimar Logi Sævarsson fæddur 2006, Hákon Atli Aðalsteinsson fæddur 2007, en hann er bróðir Bjarna Aðalsteinssonar, og Snorri Kristinsson sem er fæddur 2009 og því einungis 15 ára á árinu.KA stendur vel þegar kemur að uppöldum og ungum leikmönnum og er Hallgrímur afar stoltur af því. „Þetta er það sem við viljum standa fyrir þegar tækifæri gefst, að leyfa okkar ungu og efnilegu strákum að koma inn á. Í dag er mjög ánægjulegt að strákur fæddur 2006 og í lokin 2007 og 2009 fái að spila. Það er bara æðislegt, þetta eru strákar sem eru búnir að æfa vel og standa sig vel, eru fyrirmyndir fyrir hina ungu strákana og Snorri var að spila sinn fyrsta leik í dag og bara gríðarlega ánægjulegt fyrir klúbbinn að þeir geti komið og getið spilað fyrir meistaraflokk svona ungir.” Mjólkurbikar karla KA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að vera kominn í undanúrslit bikarsins? „Hún er bara góð. Við erum bara orðið bikarlið hérna í KA, eins og þú segir; þriðja árið í röð. Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Ánægður með hvernig strákarnir hafa tæklað þennan mótbyr sem er búinn að vera í gangi og við ætlum að nýta okkur það. Töluðum um það fyrir leikinn að nýta okkur bikarinn til að fá sjálfstraust til að fá okkur í gang. Það er búin að vera brekka í deildinni og fyrst og fremst þurfum við að bæta varnarleikinn og að vinna í dag og halda hreinu er æðislegt en ef maður er svekktur með eitthvað er það að við hefðum getað skorað mun fleiri mörk en eftir leikinn er mér alveg sama. Skorum þrjú flott mörk og höldum hreinu.” Leikurinn var jákvæður í alla staði fyrir KA liðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni en hélt í dag hreinu, skoraði þrjú mörk á mótu góðu varnarliði og er komið áfram í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að taka þetta með okkur og nýta okkur þetta. Þegar á móti blæs þá þarf maður að sýna úr hverju maður er gerður og þetta er akkúrat málið til að koma okkur í gang aftur og eins og þú segir á móti góðu Fram liði. Fram búið að standa sig mjög vel og Fram er uppáhalds liðið okkar KA manna í Reykjavík, þeir hjálpuðu okkur þvílíkt í fyrra og komu vel fram við okkur í okkar Evrópuævintýri en þrátt fyrir að við séum miklir Fram dýrkendum erum við rosalega ánægðir að geta unnið þá í dag.” Besta frammistaðan í sumar „Já ég myndi segja það”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort þetta hafi verið besta frammistaðan liðsins í sumar og hélt áfram: „Við höfum staðið okkur betur heldur en taflan segir í deildinni en þetta var mjög góð frammistaða og nú hlakkar okkur til að geta tekið þetta með okkur. Þetta léttir bara á mönnum, það fara nokkur kíló af sumum þegar loksins sigurinn kemur og svona sannfærandi sigur.” Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í dag og er kominn með fimm mörk á tímabilinu, jafn mörg og á öllu síðasta tímabili og er Hallgrímur ánægður með sinn mann. „Bjarni er æðislegur, ég er búinn að nota hann aðeins úr stöðu þegar okkur hefur vantað því að okkur hefur vantað leikmenn í sumar, það er bara þannig, sérstaklega fram á við. Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) í byrjun móts og Jakob (Snær Árnason) og svo misstum við menn fram á við þannig okkur er búið að vanta leikmenn og hann hefur fengið aðeins að leysa aðrar stöður en hann var frábær í dag en ég held því miður að hann sé kominn í bann.” Hundrað mörk Hallgríms Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA í dag sem gerir hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hvað þýðir Hallgrímur fyrir félagið KA? Hann þýðir bara svo ótrúlega mikið og hann á allt það hrós skilið sem hann hefur fengið. Hann hefur fengið mikið hrós og á það bara skilið. Hann er í ótrúlega góðu ásigkomulagi þó hann sé 34 ára er það bara einhver tala. Hann lendir erfiðum veikindum og lendir upp á sjúkrahúsi en hann var fljótur að koma inn og gera eitthvað fyrir okkur. Hann er bara frábær leikmaður og einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni og það er ekkert farið að hægjast á honum, hann er í ótrúlega góðu standi og duglegur að æfa þannig hann mun bara halda áfram að bæta við.” Þrír mjög ungir leikmenn komu við sögu hjá KA í dag; Valdimar Logi Sævarsson fæddur 2006, Hákon Atli Aðalsteinsson fæddur 2007, en hann er bróðir Bjarna Aðalsteinssonar, og Snorri Kristinsson sem er fæddur 2009 og því einungis 15 ára á árinu.KA stendur vel þegar kemur að uppöldum og ungum leikmönnum og er Hallgrímur afar stoltur af því. „Þetta er það sem við viljum standa fyrir þegar tækifæri gefst, að leyfa okkar ungu og efnilegu strákum að koma inn á. Í dag er mjög ánægjulegt að strákur fæddur 2006 og í lokin 2007 og 2009 fái að spila. Það er bara æðislegt, þetta eru strákar sem eru búnir að æfa vel og standa sig vel, eru fyrirmyndir fyrir hina ungu strákana og Snorri var að spila sinn fyrsta leik í dag og bara gríðarlega ánægjulegt fyrir klúbbinn að þeir geti komið og getið spilað fyrir meistaraflokk svona ungir.”
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira