Sjáðu vítadómana sem gerðu Víkinga brjálaða og tryggðu Val stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar öðru marka sinna í leiknum á móti Víkingum í gær. Hann skoraði þau bæði af miklu öryggi úr vítaspyrnum. Vísir/Diego Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og nú má sjö öll mörkin úr þeim hér inn á Vísi. Fylkismenn, Stjörnumenn, HK-ingar og Skagamenn fögnuði sigri í sínum leikjum en það varð jafntefli í stórleik Vals og Víkings. Það vantaði ekki flott mörk í leikjunum. HK-ingar tryggðu sér þannig endurkomusigur á Fram með bakfallsspyrnu og Óli Valur Ómarsson skoraði fyrir Stjörnuna eftir að hafa farið einn upp allan völlinn. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði tvisvar sinnum úr vítaspyrnu fyrir Valsmenn í 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeisturum Víkinga á Hlíðarenda. Báðir vítadómararnir voru umdeildir og Víkingar voru mjög ósáttir með þá. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Víkings og opnaði þar með markareikning sinn hjá félaginu. Það vantaði tvö seinni mörkin í fyrri klippu en það hefur nú verið lagfært. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Víkings Matthias Præst, Þóroddur Víkingsson og Ómar Björn Stefánsson skoruðu mörk Fylkis í 3-2 sigri á Vestra í Árbænum en Elmar Atli Garðarsson og Jeppe Gertsen skoruðu fyrir Vestra. Már Ægisson kom Fram yfir í fyrri hálfleik en HK tryggði sér sigur með tveimur mörkum í þeim seinni. Það fyrra var sjálfsmark en það síðara glæsileg bakfallsspyrna hjá Þorsteini Aroni Antonssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fram og HK Viktor Jónsson og Marko Vardic skoruðu undir lokin i 2-1 sigri Skagamanna á KR en það dugði ekki Vesturbæingum að Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í uppbótatíma. Guðmundur Baldvin Nökkvason, Óli Valur Ómarsson, Baldur Logi Guðlaugsson og Emil Atlason skoruðu mörk Stjörnunnar í 4-2 sigri á FH en Björn Daníel Sverrisson skoraði bæði mörk FH-liðsins. Öll mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og FH Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og Vestra Klippa: Mörkin úr leik ÍA og KR Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Fram HK Stjarnan FH Fylkir Vestri ÍA KR Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Fylkismenn, Stjörnumenn, HK-ingar og Skagamenn fögnuði sigri í sínum leikjum en það varð jafntefli í stórleik Vals og Víkings. Það vantaði ekki flott mörk í leikjunum. HK-ingar tryggðu sér þannig endurkomusigur á Fram með bakfallsspyrnu og Óli Valur Ómarsson skoraði fyrir Stjörnuna eftir að hafa farið einn upp allan völlinn. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði tvisvar sinnum úr vítaspyrnu fyrir Valsmenn í 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeisturum Víkinga á Hlíðarenda. Báðir vítadómararnir voru umdeildir og Víkingar voru mjög ósáttir með þá. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Víkings og opnaði þar með markareikning sinn hjá félaginu. Það vantaði tvö seinni mörkin í fyrri klippu en það hefur nú verið lagfært. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Víkings Matthias Præst, Þóroddur Víkingsson og Ómar Björn Stefánsson skoruðu mörk Fylkis í 3-2 sigri á Vestra í Árbænum en Elmar Atli Garðarsson og Jeppe Gertsen skoruðu fyrir Vestra. Már Ægisson kom Fram yfir í fyrri hálfleik en HK tryggði sér sigur með tveimur mörkum í þeim seinni. Það fyrra var sjálfsmark en það síðara glæsileg bakfallsspyrna hjá Þorsteini Aroni Antonssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fram og HK Viktor Jónsson og Marko Vardic skoruðu undir lokin i 2-1 sigri Skagamanna á KR en það dugði ekki Vesturbæingum að Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í uppbótatíma. Guðmundur Baldvin Nökkvason, Óli Valur Ómarsson, Baldur Logi Guðlaugsson og Emil Atlason skoruðu mörk Stjörnunnar í 4-2 sigri á FH en Björn Daníel Sverrisson skoraði bæði mörk FH-liðsins. Öll mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og FH Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og Vestra Klippa: Mörkin úr leik ÍA og KR
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Fram HK Stjarnan FH Fylkir Vestri ÍA KR Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira