Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum.
Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um.
„Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við.
Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari.
Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari.
Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti.