Selma Dögg: John hefur alltaf svo mikla trú á okkur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. júní 2024 20:28 Selma Dögg (númer 10) sést hér fagna marki með liðsfélögum sínum. vísir/diego „Þetta var mjög kaflaskipt,“ sagði fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld. Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira