Íslenski boltinn

Sjáðu Norðurálsmótið: HK-ingar hörkuðu af sér þegar hinir voru að tudda

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andri Már ræddi við kórbræður sína í HK sem hörkuðu bara af sér þegar andstæðingurinn var að tudda.
Andri Már ræddi við kórbræður sína í HK sem hörkuðu bara af sér þegar andstæðingurinn var að tudda. stöð 2 sport

Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var fjallað um Norðurálsmótið sem fór fram á Akranesi. 

Norðurálsmótið er knattspyrnumót fyrir stráka og stelpur í 7. flokki og einnig stelpur og stráka í 8.flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni.

Mótið er fyrsta stórmót sem margir taka þátt í og fjöldi á fagrar minningar þaðan. 

Mótið fer fram á Jaðarsbökkum, en þar er gríðarstórt útisvæði hannað fyrir iðkun knattspyrnu. Einnig er Akraneshöllin mikið notuð á mótinu. Fyrirmyndaraðstaða fyrir ungt knattspyrnufólk. 

Andri Már Eggertsson rölti um svæðið og tók keppendur tali. Eins og alltaf var gleðin við völd meðal þeirra tvö þúsund keppenda sem sóttu mótið. 

Nýjasta þátt Sumarmótanna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Í næsta þætti verður fjallað um N1 mótið sem fer fram dagana 5.-7. júlí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×