Keflavík fagnaði sigri í botnslag Bestu deildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2024 16:00 Frá leik Keflavíkur í Bestu deildinni fyrr á tímabilinu. Vísir/Diego Tvö neðstu lið Bestu deildar kvenna mættust í 12. umferð og Keflavík fagnaði 1-0 sigri gegn Fylki. Eva Lind Daníelsdóttir kom Keflvíkingum yfir eftir um tuttugu mínútna leik með öflugu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Fylkir komst nálægt því að jafna strax fimm mínútum síðar en skot Guðrúnar Karitasar flaug rétt framhjá markinu. Annars frekar fátt um færi í fyrri hálfleiknum og það batnaði ekki mikið í seinni hálfleik. Guðrún Karitas fékk hættulegasta færið þegar hún slapp ein gegn markverði, en hitti boltann illa og þrumaði lengst framhjá. Hvorugt lið var annars líklegt til að skora og leikurinn fór fram í miklu miðjumoði þegar boltinn var ekki uppi í loftinu eða útaf. Fjöldi gulra spjalda fór á loft fyrir kjaftbrúk, brot og reiðisköst en annað mark var ekki skorað, lokatölur 1-0 og Keflavíkurkonur rífa sig upp af botninum. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Keflavík ÍF Fylkir
Tvö neðstu lið Bestu deildar kvenna mættust í 12. umferð og Keflavík fagnaði 1-0 sigri gegn Fylki. Eva Lind Daníelsdóttir kom Keflvíkingum yfir eftir um tuttugu mínútna leik með öflugu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Fylkir komst nálægt því að jafna strax fimm mínútum síðar en skot Guðrúnar Karitasar flaug rétt framhjá markinu. Annars frekar fátt um færi í fyrri hálfleiknum og það batnaði ekki mikið í seinni hálfleik. Guðrún Karitas fékk hættulegasta færið þegar hún slapp ein gegn markverði, en hitti boltann illa og þrumaði lengst framhjá. Hvorugt lið var annars líklegt til að skora og leikurinn fór fram í miklu miðjumoði þegar boltinn var ekki uppi í loftinu eða útaf. Fjöldi gulra spjalda fór á loft fyrir kjaftbrúk, brot og reiðisköst en annað mark var ekki skorað, lokatölur 1-0 og Keflavíkurkonur rífa sig upp af botninum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti