„Ekki segja þjálfaranum það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 08:30 Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Einar Hilmar Árni Halldórsson segir mikla spennu á meðal Stjörnumanna fyrir leik kvöldsins við Linfield í Sambandsdeildinni í fótbolta. Leikmenn hafa verið í yfirvinnu að fara yfir greiningarvinnu þjálfarans. „Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira