Íslenski boltinn

Brynjar Björn tekur við af Ol­geiri sem var ó­vænt sagt upp

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Brynjar Björn verður aðstoðarþjálfari Fylkis út tímabilið hið minnsta.
Brynjar Björn verður aðstoðarþjálfari Fylkis út tímabilið hið minnsta. Knattspyrnudeild Fylkis

Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Fylkis í Bestu deild karla. Hann tekur við af Olgeiri Sigurgeirssyni sem var óvænt sagt upp á dögunum. 

Þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins.

Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins.

Nú hefur verið tilkynnt að Brynjar Björn taki við starfi aðstoðarþjálfara. Brynjar er vel kunnur öllum knattspyrnuaðdáendum, var lykilmaður í íslenska landsliðinu til fjölda ára og á farsælan leikmannaferil að baki í efstu deildum Englands og Noregs. Hann hóf og lauk ferlinum hér á landi með KR.

Brynjar hóf þjálfaraferil sinn hjá unglingaliði Reading en þaðan fór hann svo til Stjörnunnar þar sem hann var aðstoðarþjálfari Rúnars Páls á árunum 2014-2017 . Sem aðalþjálfari hefur hann þjálfað HK og Grindavík hér á landi ásamt Örgryte í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×