„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 24. júlí 2024 20:45 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var gott sem orðlaus eftir úrslit kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. „Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti