Uppgjörið: Breiðablik - Fylkir 1-0 | Blikar aftur á toppinn Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 17:16 Ásta Eir Árnadóttir skoraði eina mark leiksins í kvöld. Vísir/Diego Breiðablik tók á móti Fylki á Kópavogsvelli í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Blika en Ásta Eir Árnadóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi hans. Með sigrinum er Breiðablik komið í efsta sæti deildarinnar og hefur liðið sigrað fimm leiki í röð. Blikar voru ekki lengi að opna markareikninginn en Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið eftir hornspyrnu á 7. mínútu. Hún náði viðstöðulausu skoti við markteiginn sem fór í varnarmann Fylkis og gerði það að verkum að Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, náði ekki til knattarins. Breiðablik var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gestirnir lágu til baka og treystu á skyndisóknir. Heimakonur náðu þó ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik þrátt fyrir að leikurinn fór meira og minna fram á vallarhelmingi Fylkis. Þær grænklæddu fóru með eins marka forystu inn til búningsherbergja og höfðu góð tök á leiknum. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og fyrri hálfleikur endaði. Breiðablik var með tögl og hagldir á leiknum án þess að skapa sér hættuleg færi. Þegar leið á leikinn þá fóru Árbæingar að sækja í sig veðrið og á 74. mínútu átti Marija Radojicic gott skot sem fór rétt fram hjá markinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir komst í upplagt tækifæri til að gera út um leikinn þegar tíu mínútur voru eftir en hún vann boltann af Ernu Sverrisdóttur í vörn Fylkis og komst ein á móti markverði Fylkis. Tinna Brá Magnúsdóttir gerði einstaklega vel í markinu og varði skot Vigdísar. Atvik leiksins Þetta var ekki glæsilegasta mark sem hefur verið skorað á Kópavogsvelli en inn fór boltinn. Eftir stuttan darraðardans í vítateignum kom Ásta Eir boltanum í netið á 8. mínútu og skráist það sem atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Það er líklegt að margir stuðningsmenn Blika hefðu viljað sjá fleiri mörk í þessum leik en það vantaði oft upp ákvarðanatöku liðsins á síðasta þriðjungi vallarins. Þrátt fyrir að halda boltanum meginþorra leiksins vantaði oft herslumuninn upp á til að ljúka sóknunum betur. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir var þó spræk í framlínunni hjá Blikum þrátt fyrir að ná ekki að gera sér mat úr færunum. Miðverðir Fylkis, Kayla Bruster og Erna Sólveig Sverrisdóttir, héldu sóknarmönnum Blika í skefjum og fyrir aftan þær var Tinna Brá Magnúsdóttir sem átti þó nokkrar laglegar vörslur í leiknum. Dómarar Breki Sigurðsson, dómari leiksins, átti hinn rólegasta dag. Leikurinn var þokkalega þægilegur fyrir dómara leiksins og hélt hann sömu línu gegnum leikinn. Var lítið að lyfta spjöldum og lét leikinn fljóta. Stemning og umgjörð Hin þokkalegasta umgjörð hjá Blikum að vanda. Unga kynslóðin hélt uppi stuðinu og lét vel í sér heyra með frumlegum söngvum. Viðtöl Nik Chamberlain: „Hrós á Fylki fyrir baráttuna og gefa okkur alvöru leik“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hefur stýrt liðinu til sigurs í fimm leikjum í röð.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var ekki hoppandi kátur með frammistöðuna í kvöld þrátt fyrir stigin þrjú. „Þetta var allt í lagi, við byrjuðum af krafti og kaflar í fyrri hálfleik þar sem við erum að sækja hratt og spila vel. Við þurftum að grípa tækifærin og því lengur sem staðan var 1-0 því meira gaf það Fylki möguleikann á að sækja stig,“ sagði Nik. „Hefðum við náð öðru markinu hefðum við gengið frá leiknum en við gerðum það ekki. Við nýttum ekki færin, við þurfum að vera miskunnarlaus fram á við og við stóðumst ekki kröfurnar í dag,“ bætti Nik við. Nik var ekki sáttur með ákvarðanatöku liðsins á síðasta þriðjung og segist ætla að skoða það á næstu dögum. „Ég þarf að finna út úr því, hvort það sé hreyfingin inn í vítateig sé ekki nægilega góð eða ákvarðarnataka nálægt vítateignum. Heildarframmistaðan hefði allavega getað verið betri í vítateignum.“ Þrátt fyrir sæmilega frammistöðu eins og Nik segir þá eru Blikar á góðu skriði á undanförnu og er þetta fimmti leikurinn sem liðið sigrar í röð og hefur haldið hreinu í þeim öllum. „Þetta er auðvitað sem við vildum. Frammistaðan var allt í lagi, hefðum náð inn öðru markinu hefði þetta verið búið en Fylkir pressaði á okkur og gerði okkur erfitt fyrir. Hrós á Fylki fyrir baráttuna og gefa okkur alvöru leik. Þrjú stig er flott og við getum byrjað að einbeita okkur að næsta leik á móti Val,“ bætir Nik við. Nik Chamberlain er spurður út í leikmannamarkaðinn en hann reiknar ekki með miklum hreyfingum á markaðnum. Breiðablik kallaði markvörðinn unga, Herdísi Höllu Guðbjartsdóttur, til baka af láni frá en Nik segir að það sé út af því að Aníta Dögg Guðmundsdóttir sé á leið til Bandaríkjanna í nám. Besta deild kvenna Breiðablik Fylkir
Breiðablik tók á móti Fylki á Kópavogsvelli í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Blika en Ásta Eir Árnadóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi hans. Með sigrinum er Breiðablik komið í efsta sæti deildarinnar og hefur liðið sigrað fimm leiki í röð. Blikar voru ekki lengi að opna markareikninginn en Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið eftir hornspyrnu á 7. mínútu. Hún náði viðstöðulausu skoti við markteiginn sem fór í varnarmann Fylkis og gerði það að verkum að Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, náði ekki til knattarins. Breiðablik var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gestirnir lágu til baka og treystu á skyndisóknir. Heimakonur náðu þó ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik þrátt fyrir að leikurinn fór meira og minna fram á vallarhelmingi Fylkis. Þær grænklæddu fóru með eins marka forystu inn til búningsherbergja og höfðu góð tök á leiknum. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og fyrri hálfleikur endaði. Breiðablik var með tögl og hagldir á leiknum án þess að skapa sér hættuleg færi. Þegar leið á leikinn þá fóru Árbæingar að sækja í sig veðrið og á 74. mínútu átti Marija Radojicic gott skot sem fór rétt fram hjá markinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir komst í upplagt tækifæri til að gera út um leikinn þegar tíu mínútur voru eftir en hún vann boltann af Ernu Sverrisdóttur í vörn Fylkis og komst ein á móti markverði Fylkis. Tinna Brá Magnúsdóttir gerði einstaklega vel í markinu og varði skot Vigdísar. Atvik leiksins Þetta var ekki glæsilegasta mark sem hefur verið skorað á Kópavogsvelli en inn fór boltinn. Eftir stuttan darraðardans í vítateignum kom Ásta Eir boltanum í netið á 8. mínútu og skráist það sem atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Það er líklegt að margir stuðningsmenn Blika hefðu viljað sjá fleiri mörk í þessum leik en það vantaði oft upp ákvarðanatöku liðsins á síðasta þriðjungi vallarins. Þrátt fyrir að halda boltanum meginþorra leiksins vantaði oft herslumuninn upp á til að ljúka sóknunum betur. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir var þó spræk í framlínunni hjá Blikum þrátt fyrir að ná ekki að gera sér mat úr færunum. Miðverðir Fylkis, Kayla Bruster og Erna Sólveig Sverrisdóttir, héldu sóknarmönnum Blika í skefjum og fyrir aftan þær var Tinna Brá Magnúsdóttir sem átti þó nokkrar laglegar vörslur í leiknum. Dómarar Breki Sigurðsson, dómari leiksins, átti hinn rólegasta dag. Leikurinn var þokkalega þægilegur fyrir dómara leiksins og hélt hann sömu línu gegnum leikinn. Var lítið að lyfta spjöldum og lét leikinn fljóta. Stemning og umgjörð Hin þokkalegasta umgjörð hjá Blikum að vanda. Unga kynslóðin hélt uppi stuðinu og lét vel í sér heyra með frumlegum söngvum. Viðtöl Nik Chamberlain: „Hrós á Fylki fyrir baráttuna og gefa okkur alvöru leik“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hefur stýrt liðinu til sigurs í fimm leikjum í röð.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var ekki hoppandi kátur með frammistöðuna í kvöld þrátt fyrir stigin þrjú. „Þetta var allt í lagi, við byrjuðum af krafti og kaflar í fyrri hálfleik þar sem við erum að sækja hratt og spila vel. Við þurftum að grípa tækifærin og því lengur sem staðan var 1-0 því meira gaf það Fylki möguleikann á að sækja stig,“ sagði Nik. „Hefðum við náð öðru markinu hefðum við gengið frá leiknum en við gerðum það ekki. Við nýttum ekki færin, við þurfum að vera miskunnarlaus fram á við og við stóðumst ekki kröfurnar í dag,“ bætti Nik við. Nik var ekki sáttur með ákvarðanatöku liðsins á síðasta þriðjung og segist ætla að skoða það á næstu dögum. „Ég þarf að finna út úr því, hvort það sé hreyfingin inn í vítateig sé ekki nægilega góð eða ákvarðarnataka nálægt vítateignum. Heildarframmistaðan hefði allavega getað verið betri í vítateignum.“ Þrátt fyrir sæmilega frammistöðu eins og Nik segir þá eru Blikar á góðu skriði á undanförnu og er þetta fimmti leikurinn sem liðið sigrar í röð og hefur haldið hreinu í þeim öllum. „Þetta er auðvitað sem við vildum. Frammistaðan var allt í lagi, hefðum náð inn öðru markinu hefði þetta verið búið en Fylkir pressaði á okkur og gerði okkur erfitt fyrir. Hrós á Fylki fyrir baráttuna og gefa okkur alvöru leik. Þrjú stig er flott og við getum byrjað að einbeita okkur að næsta leik á móti Val,“ bætir Nik við. Nik Chamberlain er spurður út í leikmannamarkaðinn en hann reiknar ekki með miklum hreyfingum á markaðnum. Breiðablik kallaði markvörðinn unga, Herdísi Höllu Guðbjartsdóttur, til baka af láni frá en Nik segir að það sé út af því að Aníta Dögg Guðmundsdóttir sé á leið til Bandaríkjanna í nám.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti